Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 26. jún. 2018

Kastað til bata í Varmá

Vel heppnuð veiðiferð Kastað til bata hópsins er afstaðin, en í byrjun mánaðarins fór 13 manna hópur kvenna í tveggja daga veiði í Varmá við Hveragerði. 

Kastað til bata er endurhæfingarverkefni fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. Í ferðinni er konunum gefið tækifæri á að styrkja brjóstvöðva með því að æfa fluguköst í fögru umhverfi undir leiðsögn reyndra fluguveiðimanna. Á sama tíma njóta þær samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu.  

Þetta er í níunda sinn sem boðið er upp á verkefnið. Stangaveiðifélag Reykjavíkur styður við Kastað til bata með því að leiðbeina veiðikonunum með réttu handtökin og Veiðihornið útvegar vöðlur.

Veiðiferðin tekur í heild tvo sólarhringa og með í hópnum eru ráðgjafi frá Krabbameinsfélaginu sem er konunum til halds og trausts og býður auk þess upp á slökun, og tveir sjálfboðaliðar frá Brjóstaheill – Samhjálp kvenna.

„Ferðin í ár var engin undantekning frá fyrri ferðum, sérstaklega vel heppnuð. Það er svo dásamlegt að sjá hvað konurnar eru fljótar að tengjast og deila sínum persónulegu sögum sem næra þær bæði á líkama og sál. Það gerast einhverjir töfrar við þessar aðstæður,” segir Auður Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu; „Og þó umræðurnar snúist stundum um alvarleg málefni er hláturinn aldrei langt undan.“ 

Kastað til bata er endurhæfingarverkefni á vegum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna og styrktaraðila og er konunum að kostnaðarlausu. Verkefnið er bandarískt að uppruna og heitir á ensku Casting for Recovery.

Hægt verður að sækja um að þátttöku í verkefninu fyrir árið 2019 eftir febrúarmánuð. Nánari upplýsingar verða veittar á heimasíðu félagsins, krabb.is, þegar nær dregur.

Hér er að sjá myndband frá ferðinni:

https://youtu.be/CgCMDg1roXw" target="_blank">https://youtu.be/CgCMDg1roXw


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?