Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 26. jún. 2018

Kastað til bata í Varmá

Vel heppnuð veiðiferð Kastað til bata hópsins er afstaðin, en í byrjun mánaðarins fór 13 manna hópur kvenna í tveggja daga veiði í Varmá við Hveragerði. 

Kastað til bata er endurhæfingarverkefni fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. Í ferðinni er konunum gefið tækifæri á að styrkja brjóstvöðva með því að æfa fluguköst í fögru umhverfi undir leiðsögn reyndra fluguveiðimanna. Á sama tíma njóta þær samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu.  

Þetta er í níunda sinn sem boðið er upp á verkefnið. Stangaveiðifélag Reykjavíkur styður við Kastað til bata með því að leiðbeina veiðikonunum með réttu handtökin og Veiðihornið útvegar vöðlur.

Veiðiferðin tekur í heild tvo sólarhringa og með í hópnum eru ráðgjafi frá Krabbameinsfélaginu sem er konunum til halds og trausts og býður auk þess upp á slökun, og tveir sjálfboðaliðar frá Brjóstaheill – Samhjálp kvenna.

„Ferðin í ár var engin undantekning frá fyrri ferðum, sérstaklega vel heppnuð. Það er svo dásamlegt að sjá hvað konurnar eru fljótar að tengjast og deila sínum persónulegu sögum sem næra þær bæði á líkama og sál. Það gerast einhverjir töfrar við þessar aðstæður,” segir Auður Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu; „Og þó umræðurnar snúist stundum um alvarleg málefni er hláturinn aldrei langt undan.“ 

Kastað til bata er endurhæfingarverkefni á vegum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna og styrktaraðila og er konunum að kostnaðarlausu. Verkefnið er bandarískt að uppruna og heitir á ensku Casting for Recovery.

Hægt verður að sækja um að þátttöku í verkefninu fyrir árið 2019 eftir febrúarmánuð. Nánari upplýsingar verða veittar á heimasíðu félagsins, krabb.is, þegar nær dregur.

Hér er að sjá myndband frá ferðinni:

https://youtu.be/CgCMDg1roXw" target="_blank">https://youtu.be/CgCMDg1roXw


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?