Guðmundur Pálsson 12. mar. 2020

Karlahlaupi Krabba­meins­félags­ins frestað um óákveðinn tíma

Í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er vegna covid-19 telur Krabbameinsfélagið nauðsynlegt að fresta um óákveðinn tíma Karlahlaupi félagsins, sem upphaflega stóð til að halda þann 29. febrúar sl. 

„Markmiðið með Karlahlaupinu er að halda viðburð sem allir karlmenn geta tekið þátt í, á hvaða aldri sem þeir eru, strákar jafnt sem afar og langafar og jafnt þeir sem nú eru í áhættuhópum og þeir sem eru fílhraustir“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

„Að halda hlaupið á þeim óvissutímum sem nú er í samfélaginu myndi útiloka ákveðna hópa. Við erum ekki af baki dottin og munum tilkynna um nýja dagsetningu fyrir hlaupið þegar færi gefst. Þangað til hvetjum við alla til að hreyfa sig í takt við Mottumarslagið sem finna má á mottumars.is segir Halla.

Krabbameinsfélagið mun hafa samband við alla þá sem þegar höfðu skráð sig til þátttöku í hlaupinu.


Fleiri nýjar fréttir

21. sep. 2020 : Ráðgjafarþjónustan frestar tímabundið opnum tímum og námskeiðum

Til að tryggja öryggi þeirra sem sækja til okkar viðburði og fræðslu höfum við ákveðið að fresta tímabundið föstum viðburðum hjá Ráðgjafarþjónustunni: Jóga Nidra á þriðjudögum, slökun á miðvikudögum og námskeiðinu Einbeiting og minni.

Lesa meira

18. sep. 2020 : Hádegismálþing: Krabbameinsrannsóknir til framfara

Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi krabbameinsrannsókna og þeim miklu framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2020 rennur til krabbameinsrannsókna.

Lesa meira

18. sep. 2020 : Bleiku slaufurnar 2020 eru lentar

Það er ávallt stór dagur þegar Bleiku slaufurnar koma í hús. Sala Bleiku slaufunnar hefst 1. október. Þúsund þakkir TVG-Zimsen.

Lesa meira

17. sep. 2020 : Stóraukin þátttaka í skimunum

Frá árinu 2018 hefur Krabbameinsfélagið unnið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimun og þær hvattar til þátttöku með ýmsum leiðum sem skilað hafa ótvíræðum árangri.

Lesa meira

17. sep. 2020 : Endurskoðun sýna gengur vel

Endurskoðun 6.000 sýna sem rannsökuð verða vegna alvarlegs atviks sem uppgötvaðist í júlí miðar ágætlega. Allt kapp er lagt á að henni ljúki eins fljótt og mögulegt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?