Guðmundur Pálsson 12. mar. 2020

Karlahlaupi Krabba­meins­félags­ins frestað um óákveðinn tíma

Í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er vegna covid-19 telur Krabbameinsfélagið nauðsynlegt að fresta um óákveðinn tíma Karlahlaupi félagsins, sem upphaflega stóð til að halda þann 29. febrúar sl. 

„Markmiðið með Karlahlaupinu er að halda viðburð sem allir karlmenn geta tekið þátt í, á hvaða aldri sem þeir eru, strákar jafnt sem afar og langafar og jafnt þeir sem nú eru í áhættuhópum og þeir sem eru fílhraustir“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

„Að halda hlaupið á þeim óvissutímum sem nú er í samfélaginu myndi útiloka ákveðna hópa. Við erum ekki af baki dottin og munum tilkynna um nýja dagsetningu fyrir hlaupið þegar færi gefst. Þangað til hvetjum við alla til að hreyfa sig í takt við Mottumarslagið sem finna má á mottumars.is segir Halla.

Krabbameinsfélagið mun hafa samband við alla þá sem þegar höfðu skráð sig til þátttöku í hlaupinu.


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?