Guðmundur Pálsson 12. mar. 2020

Karlahlaupi Krabba­meins­félags­ins frestað um óákveðinn tíma

Í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er vegna covid-19 telur Krabbameinsfélagið nauðsynlegt að fresta um óákveðinn tíma Karlahlaupi félagsins, sem upphaflega stóð til að halda þann 29. febrúar sl. 

„Markmiðið með Karlahlaupinu er að halda viðburð sem allir karlmenn geta tekið þátt í, á hvaða aldri sem þeir eru, strákar jafnt sem afar og langafar og jafnt þeir sem nú eru í áhættuhópum og þeir sem eru fílhraustir“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

„Að halda hlaupið á þeim óvissutímum sem nú er í samfélaginu myndi útiloka ákveðna hópa. Við erum ekki af baki dottin og munum tilkynna um nýja dagsetningu fyrir hlaupið þegar færi gefst. Þangað til hvetjum við alla til að hreyfa sig í takt við Mottumarslagið sem finna má á mottumars.is segir Halla.

Krabbameinsfélagið mun hafa samband við alla þá sem þegar höfðu skráð sig til þátttöku í hlaupinu.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?