Guðmundur Pálsson 16. jún. 2022

Rannsóknir: Hvenær er besti tíminn til að bólu­setja börn eftir krabba­meins­meðferð?

Valtýr Stefánsson Thors rannsakar hvernig og hvenær er rétt að bólusetja börn eftir krabbameinsmeðferð.

Meðferð við krabbameini veldur bælingu ónæmiskerfisins. Slík bæling getur varað í mánuði og jafnvel ár eftir að meðferð lýkur. Á þeim tíma eru einstaklingar sem lokið hafa meðferð næmari en aðrir fyrir sýkingum. Þetta á einkum við um börn. Til að minnka áhættuna eru börn bólusett eftir meðferðina gegn ýmsum sjúkdómum.

„Rannsóknin miðar að því að meta hve hratt ónæmiskerfi barna nær styrkleika eftir meðferð og hvenær besti tíminn er til að bólusetja þau svo hámarka megi vernd gegn sýkingum.“ segir Valtýr.

Verkefnið Ónæmissvar barna eftir krabbameinsmeðferð - hvernig og hvenær er rétt að bólusetja? hlaut 5.647.397 kr. styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2022.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?