Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 22. ágú. 2019

Hvatningarbönd fyrir hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni

  • Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir
    Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir með böndin góðu. Arnar stefnir á þátttöku í Ólympíuleikum og Berglind hefur nú safnað 142 þúsund krónum í áheit fyrir Krabbameinsfélagið.

Krabbameinsfélagið býður öllum hlaupurum sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu ennisband eða fyrirliðaband með slagorðunum „Ég hleyp af því ég get það.“

Böndin verða afhent á sýningunni Fit & Run í Laugardalshöll í dag frá klukkan 15-20 og á morgun, föstudag, klukkan 14-19. Einnig verða gefnir sokkar úr Mottumarsátakinu sem gengu af í átakinu í vor.

„Okkur finnst þetta frábæra slagorð sem við fengum að láni frá Gunnari Ármannssyni, hlaupara, ramma vel inn áherslu okkar á hreyfingu sem forvörn gegn krabbameinum.  Um leið og við þökkum þeim fjölmörgu hlaupurum sem hlaupa fyrir félagið viljum við hvetja alla hlaupara til dáða í Reykjavíkurmaraþoninu með því að gefa bönd með þessum einkunnarorðum „Ég hleyp af því ég get það,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Flestir vita að hreyfing af öllu tagi er góð fyrir heilsuna. Líklega eru færri sem vita að regluleg hreyfing í 30 mínútur á dag getur minnkað líkur á ýmsum tegundum krabbameina svo sem í ristli og endaþarmi, brjóstum og legbol. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem hreyfa sig reglulega greinast sjaldnar með krabbamein en þeir sem hreyfa sig lítið sem ekkert.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?