Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 23. okt. 2018

Hönnunarsamkeppni um Mottumarssokka

  • Honnunarsamkeppni-kynning

Krabbameinsfélag Íslands hefur hafið samstarf við Hönnunar- og arkítektadeild Listháskóla Íslands um hönnunarsamkeppni á sokkum fyrir Mottumars 2019.

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Eva María Árnadóttir, verkefnastjóri í Hönnunar- og arkítektadeild LHÍ, skrifuðu á dögunum undir samkomulag þess efnis. Nemendur í deild skólans geta sent inn tillögur fyrir 5. nóvember 2018 kl. 15:00 og tekið þátt í samkeppninni. Dómnefnd velur síðan úr innsendum tillögum og tilkynnt verður um sigurvegara 12. nóvember á heimasíðum LHÍ og KÍ. 

  • Rétt til þátttöku hafa allir nemendur við Hönnunar- og arkítektúrdeild Listaháskólans.
  • Hönnunin takmarkast við mynstur/mynd fyrir sokka. Hámarksfjöldi lita er 5 og skal útlit sokkanna hafa tengingu við rakarastofur (barbershop).
  • Ekki er takmark á fjölda tillagna frá hverjum þátttakanda.
  • Tillögur skulu berast nafnlausar en merktar með einkunnarorði eða númeri og þeim skal fylgja seðill með nafni og tölvupóstfangi þátttakanda í lokuðu umslagi. Umslagið skal merkt sama einkunnarorði eða númeri og tillögurnar. Jafnframt skulu tillögur vera merktar: Samkeppni Krabbameinsfélagsins og Listaháskóla Íslands.
  • Tekið er við tillögum frá 15. október til 5. nóvember kl 15:00 á skrifstofu LHÍ, Þverholti 11, 5. hæð.
  • Samningi um hugverkarétt skal fylgt.

Hönnuðum allra innsendra tillagna verður tilkynnt í tölvupósti þegar sigurvegarinn hefur verið valinn og þeim þakkað fyrir þátttökuna.

Sigurvegari verður kynntur í fréttum í tengslum við Mottumars og verður nafngreindur á umbúðum sokkanna. Ekki er veitt peningaþóknun fyrir verðlaunatillöguna.

Verk sem ekki hljóta verðlaun verður hægt að nálgast aftur á skrifstofu skólans eftir 15. nóvember 2018.

Honnunarsamkeppni-kynning

Halla Þorvaldsdóttir kynnti samkeppnina og Mottumarsátakið fyrir nemendum deildarinnar í síðustu viku.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?