Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 23. okt. 2018

Hönnunarsamkeppni um Mottumarssokka

  • Honnunarsamkeppni-kynning

Krabbameinsfélag Íslands hefur hafið samstarf við Hönnunar- og arkítektadeild Listháskóla Íslands um hönnunarsamkeppni á sokkum fyrir Mottumars 2019.

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Eva María Árnadóttir, verkefnastjóri í Hönnunar- og arkítektadeild LHÍ, skrifuðu á dögunum undir samkomulag þess efnis. Nemendur í deild skólans geta sent inn tillögur fyrir 5. nóvember 2018 kl. 15:00 og tekið þátt í samkeppninni. Dómnefnd velur síðan úr innsendum tillögum og tilkynnt verður um sigurvegara 12. nóvember á heimasíðum LHÍ og KÍ. 

  • Rétt til þátttöku hafa allir nemendur við Hönnunar- og arkítektúrdeild Listaháskólans.
  • Hönnunin takmarkast við mynstur/mynd fyrir sokka. Hámarksfjöldi lita er 5 og skal útlit sokkanna hafa tengingu við rakarastofur (barbershop).
  • Ekki er takmark á fjölda tillagna frá hverjum þátttakanda.
  • Tillögur skulu berast nafnlausar en merktar með einkunnarorði eða númeri og þeim skal fylgja seðill með nafni og tölvupóstfangi þátttakanda í lokuðu umslagi. Umslagið skal merkt sama einkunnarorði eða númeri og tillögurnar. Jafnframt skulu tillögur vera merktar: Samkeppni Krabbameinsfélagsins og Listaháskóla Íslands.
  • Tekið er við tillögum frá 15. október til 5. nóvember kl 15:00 á skrifstofu LHÍ, Þverholti 11, 5. hæð.
  • Samningi um hugverkarétt skal fylgt.

Hönnuðum allra innsendra tillagna verður tilkynnt í tölvupósti þegar sigurvegarinn hefur verið valinn og þeim þakkað fyrir þátttökuna.

Sigurvegari verður kynntur í fréttum í tengslum við Mottumars og verður nafngreindur á umbúðum sokkanna. Ekki er veitt peningaþóknun fyrir verðlaunatillöguna.

Verk sem ekki hljóta verðlaun verður hægt að nálgast aftur á skrifstofu skólans eftir 15. nóvember 2018.

Honnunarsamkeppni-kynning

Halla Þorvaldsdóttir kynnti samkeppnina og Mottumarsátakið fyrir nemendum deildarinnar í síðustu viku.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?