Guðmundur Pálsson 21. okt. 2020

Heilsu­sögu­bankinn: Ný rannsókn á áhættu­þáttum brjósta­krabba­meins

Áhrif áhættuþátta og skimunar á tíðni brjóstakrabbameins.

Opnað hefur verið fyrir nýja rafræna rannsókn á vegum Krabbameinsfélags Íslands sem öllum konum 18 ára og eldri býðst að taka þátt í. Þátttakendur eru beðnir um að svara stuttum spurningalista um nokkra þætti sem tengjast áhættu brjóstakrabbameins. Tilgangurinn er að rannsaka áhrif þekktra áhættuþátta og skimunar á nýgengi brjóstakrabbameins á Íslandi sem hefur hækkað mikið síðustu áratugi.

Með góðri þátttöku í rannsókninni gefst okkur kostur á að skilja betur hvernig á því stendur að tíðni brjóstakrabbameins hefur aukist síðustu áratugi. Svörin munu bætast við eldri spurningakönnun sem var í gangi árin 1964-2008 hjá konum sem mættu í krabbameinsleit á þeim tíma. Þær upplýsingar hafa nú þegar nýst í margar mikilvægar vísindarannsóknir. 

Rannsóknin er unnin í samstarfi ýmissa vísindamanna innan Krabbameinsfélags Íslands, Háskóla Íslands ogHáskólans í Osló. Rafræn uppsetning spurningalistans sem og innskráning í rannsóknina var unnin í samstarfi við Maskínu og Taktikal.

Við hvetjum allar konur 18 ára og eldri að taka þátt. 

Hægt er að fá enn frekari upplýsingar um rannsóknina með því að senda tölvupóst á netfangið heilsusogubankinn@krabb.is eða hringja í síma 835-4040.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?