Guðmundur Pálsson 21. okt. 2020

Heilsu­sögu­bankinn: Ný rannsókn á áhættu­þáttum brjósta­krabba­meins

Áhrif áhættuþátta og skimunar á tíðni brjóstakrabbameins.

Opnað hefur verið fyrir nýja rafræna rannsókn á vegum Krabbameinsfélags Íslands sem öllum konum 18 ára og eldri býðst að taka þátt í. Þátttakendur eru beðnir um að svara stuttum spurningalista um nokkra þætti sem tengjast áhættu brjóstakrabbameins. Tilgangurinn er að rannsaka áhrif þekktra áhættuþátta og skimunar á nýgengi brjóstakrabbameins á Íslandi sem hefur hækkað mikið síðustu áratugi.

Með góðri þátttöku í rannsókninni gefst okkur kostur á að skilja betur hvernig á því stendur að tíðni brjóstakrabbameins hefur aukist síðustu áratugi. Svörin munu bætast við eldri spurningakönnun sem var í gangi árin 1964-2008 hjá konum sem mættu í krabbameinsleit á þeim tíma. Þær upplýsingar hafa nú þegar nýst í margar mikilvægar vísindarannsóknir. 

Rannsóknin er unnin í samstarfi ýmissa vísindamanna innan Krabbameinsfélags Íslands, Háskóla Íslands ogHáskólans í Osló. Rafræn uppsetning spurningalistans sem og innskráning í rannsóknina var unnin í samstarfi við Maskínu og Taktikal.

Við hvetjum allar konur 18 ára og eldri að taka þátt. 

Hægt er að fá enn frekari upplýsingar um rannsóknina með því að senda tölvupóst á netfangið heilsusogubankinn@krabb.is eða hringja í síma 835-4040.


Fleiri nýjar fréttir

SOS_4643

26. feb. 2021 : Mottumars er farinn af stað!

Þótt febrúar sé enn í andarslitunum var Mottumars settur með formlegum hætti í dag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. 

Lesa meira
Thorskflok-i-pistuskel

25. feb. 2021 : Mataræði skiptir máli - uppskrift að dýrindis þorskrétti og eftirrétti í kaupbæti

Sigríður Gunnarsdóttir er höfundur fjölda matreiðslubóka og þekktur matgæðingur. Hún er búsett í Antony, í úthverfi Parísar, og leggur ávallt áherslu á hollan og bragðgóðan mat úr úrvalshráefnum. 

Lesa meira

25. feb. 2021 : Sameiginleg yfirlýsing Heilsugæslunnar og Landspítala vegna skimunarverkefnis

Heilsugæslan og Landspítali eru samstíga við yfirfærslu skimunarverkefnis, segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Krabbameinsfélagið ítrekar óskir sínar um velfarnað í því mikilvæga verkefni og hvetur konur til þátttöku. 

Lesa meira

24. feb. 2021 : Viðbrögð Krabbameinsfélagsins við hlutaúttekt Embættis landlæknis á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins

Hlutaúttekt Embættis landlæknis er komin út en unnið hefur verið að henni síðan í september 2020. Krabbameinsfélagið fagnar því að niðurstöður liggi fyrir og þakkar embættinu fyrir samstarfið við gerð úttektarinnar. 

Lesa meira

24. feb. 2021 : Leiðrétting vegna frétta um biðtíma leghálssýna

Biðtími eftir niðurstöðum leghálssýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins varð lengstur átta vikur en ekki fjórir mánuðir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?