Guðmundur Pálsson 21. okt. 2020

Heilsu­sögu­bankinn: Ný rannsókn á áhættu­þáttum brjósta­krabba­meins

Áhrif áhættuþátta og skimunar á tíðni brjóstakrabbameins.

Opnað hefur verið fyrir nýja rafræna rannsókn á vegum Krabbameinsfélags Íslands sem öllum konum 18 ára og eldri býðst að taka þátt í. Þátttakendur eru beðnir um að svara stuttum spurningalista um nokkra þætti sem tengjast áhættu brjóstakrabbameins. Tilgangurinn er að rannsaka áhrif þekktra áhættuþátta og skimunar á nýgengi brjóstakrabbameins á Íslandi sem hefur hækkað mikið síðustu áratugi.

Með góðri þátttöku í rannsókninni gefst okkur kostur á að skilja betur hvernig á því stendur að tíðni brjóstakrabbameins hefur aukist síðustu áratugi. Svörin munu bætast við eldri spurningakönnun sem var í gangi árin 1964-2008 hjá konum sem mættu í krabbameinsleit á þeim tíma. Þær upplýsingar hafa nú þegar nýst í margar mikilvægar vísindarannsóknir. 

Rannsóknin er unnin í samstarfi ýmissa vísindamanna innan Krabbameinsfélags Íslands, Háskóla Íslands ogHáskólans í Osló. Rafræn uppsetning spurningalistans sem og innskráning í rannsóknina var unnin í samstarfi við Maskínu og Taktikal.

Við hvetjum allar konur 18 ára og eldri að taka þátt. 

Hægt er að fá enn frekari upplýsingar um rannsóknina með því að senda tölvupóst á netfangið heilsusogubankinn@krabb.is eða hringja í síma 835-4040.


Fleiri nýjar fréttir

Screen-Shot-2020-11-27-at-16.31.36

27. nóv. 2020 : Nýtt hlaðvarp: Sjúkraþjálfari hitti fólk sem hefur læknast af krabbameinum

Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari hjá Ljósinu, segir frá því að hann hitti fólk sem hefur læknast af krabbameinum, sem hafði þótt óhugsandi fyrir 10 árum síðan. Haukur hitti Björk Svarfdal í nýju hlaðvarpi Frá toppi til táar. 

Lesa meira
Ljosabekkir-2020-frett-e1606400402244

27. nóv. 2020 : Færri nota ljósabekki en áður

Árleg könnun um notkun ljósabekkja á Íslandi sýnir að færri nota ljósabekki í ár en árið 2019. Hlutfall notenda ljósabekkja er hæst í aldursflokknum 18-24 ára, eða um 21%. Notkun ljósabekkja fylgir aukin áhætta á húðkrabbameini.

Lesa meira

25. nóv. 2020 : Betri lífshorfur fólks með krabbamein á Norðurlöndum

Ný samanburðarrannsókn sem byggir á gögnum norrænna Krabbameinsskráa sýnir að lífshorfur fólks sem greinist með krabbamein á Norðurlöndunum hafa aukist á síðustu 25 árum. Almennt eru lífshorfur fólks með krabbamein á Norðurlöndum með þeim hæstu í heimi.

Lesa meira

24. nóv. 2020 : Breytt fyrirkomulag krabbameins­skimana frá 1. janúar

Áhersla verður lögð á að yfirfærsla verkefnisins frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til sjúkrahúsanna og heilsugæslunnar valdi sem minnstri röskun á þjónustu. Tímapantanir í skimun samkvæmt breyttu fyrirkomulagi hefjast í byrjun janúar.

Lesa meira

24. nóv. 2020 : Stuðningur við marg­þætta starfsemi

Dregið 24. desember í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?