Guðmundur Pálsson 21. okt. 2020

Heilsu­sögu­bankinn: Ný rannsókn á áhættu­þáttum brjósta­krabba­meins

Áhrif áhættuþátta og skimunar á tíðni brjóstakrabbameins.

Opnað hefur verið fyrir nýja rafræna rannsókn á vegum Krabbameinsfélags Íslands sem öllum konum 18 ára og eldri býðst að taka þátt í. Þátttakendur eru beðnir um að svara stuttum spurningalista um nokkra þætti sem tengjast áhættu brjóstakrabbameins. Tilgangurinn er að rannsaka áhrif þekktra áhættuþátta og skimunar á nýgengi brjóstakrabbameins á Íslandi sem hefur hækkað mikið síðustu áratugi.

Með góðri þátttöku í rannsókninni gefst okkur kostur á að skilja betur hvernig á því stendur að tíðni brjóstakrabbameins hefur aukist síðustu áratugi. Svörin munu bætast við eldri spurningakönnun sem var í gangi árin 1964-2008 hjá konum sem mættu í krabbameinsleit á þeim tíma. Þær upplýsingar hafa nú þegar nýst í margar mikilvægar vísindarannsóknir. 

Rannsóknin er unnin í samstarfi ýmissa vísindamanna innan Krabbameinsfélags Íslands, Háskóla Íslands ogHáskólans í Osló. Rafræn uppsetning spurningalistans sem og innskráning í rannsóknina var unnin í samstarfi við Maskínu og Taktikal.

Við hvetjum allar konur 18 ára og eldri að taka þátt. 

Hægt er að fá enn frekari upplýsingar um rannsóknina með því að senda tölvupóst á netfangið heilsusogubankinn@krabb.is eða hringja í síma 835-4040.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?