Ása Sigríður Þórisdóttir 22. mar. 2024

Gleðilegan Mottudag

Mottumars nær hámarki í dag, föstudaginn 22. mars, þegar Mottudagurinn er haldinn hátíðlegur. Krabbameinsfélagið hvetur alla landsmenn, konur og karla, til að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni, vinum og vinnufélögum og vekja þannig athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. 

Það er óhætt að segja að starfsmenn Krabbameinsfélagsins verði á ferð og flugi um bæinn í dag til að minna fólk á að góðar lífsvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir m.a. máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Við verðum á fjölmörgum vinnustöðum með fræðsluerindi, Mottumarsbúðin fer í útrás og verður á ferðinni og svo heimsækir Heilsuvörður Mottumars fyrirtæki sem dregin voru út í skemmtilegum Mottumarsleik, fylgist með okkur á Instagram Mottumars.

Mantra dagsins er í takt við átakið í ár:
Öll hreyfing gerir gagn og það er aldrei of seint að byrja. Gleymum heldur ekki að hafa gaman!

Skeggkeppni Mottumars á lokametrunum

Einkennismerki Mottumars er yfirvaraskeggið og þátttaka í Skeggkeppni Mottumars hefur farið fram úr björtustu vonum. Þátttakendur eru 348. Keppninni lýkur á miðnætti 31. mars. Hægt er að heita á sitt uppáhaldslið, einstakling eða sína eftirlætis mottu inni á https://www.mottumars.is/skeggkeppni/

Reynslusögur karla
Mottumars er ekki bara glens og grín, við fáum líka að heyra sögur karla sem segja okkur frá sinni reynslu til að hvetja aðra til huga að heilsunni, sinna forvörnum og hlúa að sjálfum sér.

Sigurgeir Líndal Ingólfsson segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar. Þegar hann síðan greindist með blöðruhálskrabbamein var meinið stórt, á vondum stað og óljóst hvort að geislameðferð myndi duga til því þetta uppgötvaðist á elleftu stundu.

https://www.youtube.com/watch?v=Fq60SxvBbVw

Hér má sjá fleiri sögur, fleiri sögur eiga eftir að bætast við:


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?