Björn Teitsson 29. des. 2020

Gjald fyrir leghálsskimun lækkar í 500 krónur

Breytingar á komugjöldum í heilbrigðiskerfinu taka gildi á nýju ári. Þar með lækkar gjald fyrir leghálsstrok en framkvæmd þeirra verður hjá Heilsugæslunni. 

Á nýju ári verða nokkrar breytingar á komugjöldum í heilbrigðiskerfinu. Þar má nefna að almenn komugjöld á heilsugæslu koma til með að lækka úr 700 krónum í 500 krónur. Börn, öryrkjar og aldraðir geta þá enn sótt sér heilsugæslu að kostnaðarlausu.

Þetta þýðir einnig að gjald fyrir leghálsskimun kemur til með að lækka. Áður var það 4.818 krónur en verður nú sem samsvarar komugjaldi á heilsugæslu, eða 500 krónur. Krabbameinsfélagið hefur lengi barist fyrir gjaldfrjálsi skimun og er þetta kærkomið skref í rétta átt. Allar líkur eru á því að þátttaka meðal kvenna komi til með að aukast við þessa lækkun á gjaldi. Þátttaka íslenskra kvenna í skimun hefur ekki verið eins góð og meðal samanburðarþjóða okkar og vonandi horfir það nú til betri vegar. 

Tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins með að bjóða ákveðnum árgöngum gjaldfrjálsa skimun undanfarin ár hefur sýnt að mun fleiri konur láta verða af skoðun en ella, sé hún án endurgjalds. Það tilraunaverkefni var fjármagnað með erfðagjöf Láru Vigfúsdóttur sem sýndi svo ekki verður um villst að gjaldfrjáls skimun er markmið sem íslenskt heilbrigðiskerfi þarf að stefna að. 


Rétt er að minna á nýtt fyrirkomulag skimana en konur panta nú tíma á heilsuvera.is eða á sinni heilsugæslustöð.


  • Tímapantanir: Frá 4. janúar geta konur pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini á www.heilsuvera.is eða hjá heilsugæslustöðinni sinni.
  • Staðsetning þjónustu: Þjónustan verður veitt á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr geta konur sem það kjósa leitað til kvensjúkdómalæknis vegna sýnatöku.
  • Framkvæmd: Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, munu annast sýnatöku, líkt og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert á heilsugæslustöðvunum á landsbyggðinni frá árinu 2015.

Fleiri nýjar fréttir

13. jan. 2021 : Breytingum á neðri aldursmörkum fyrir brjóstaskimun frestað

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breytingar á neðri mörkum skimunaraldurs fyrir brjóstakrabbameinum verði frestað. Hefja átti boðun í brjóstaskimun um 50 ára aldur, en nú verður horfið aftur til fyrra kerfis, þar sem 40-49 ára konur verða áfram boðaðar. 

Lesa meira

11. jan. 2021 : Fréttatilkynning vegna breytinga á skimunum fyrir krabbameinum

Nýtt fyrirkomulag skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum tók gildi 1. janúar 2021. Krabbameinsfélagið leggur áherslu á virkt samtal við konur og alla þjóðina þegar kemur að skimunum. Skimunaraldri fyrir brjóstakrabbamein hefur verið breytt úr 40-69 í 50-74. 

Lesa meira
Áfengi

8. jan. 2021 : Því minna áfengi, því betra

Metsala var á áfengi í Vínbúðum árið 2020. Jafnvel þótt skýringuna megi finna í færri ferðum á veitingastaði eða Fríhöfnina, er rétt að staldra við og minna á að áfengisneysla er áhættuþáttur þegar kemur að krabbameinum. 

Lesa meira

5. jan. 2021 : Upplýsingar um niðurstöður úr skimun og skimunarsögu

Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var lokað um áramót þegar skimun fyrir krabbameinum færðist til opinberra stofnana, í samræmi við ákvörðun heilbrigðisráðherra frá árinu 2019.


Lesa meira

4. jan. 2021 : Breytt fyrirkomulag skimana 2021

Í samræmi við ákvörðun heilbrigðisráðherra frá árinu 2019 fluttust skimanir fyrir krabbameinum til opinberra stofnana 1. janúar 2021. Upplýsingar um fyrirkomulagið, tímapantanir og fleira má fá hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Lesa meira

Var efnið hjálplegt?