Björn Teitsson 29. des. 2020

Gjald fyrir leghálsskimun lækkar í 500 krónur

Breytingar á komugjöldum í heilbrigðiskerfinu taka gildi á nýju ári. Þar með lækkar gjald fyrir leghálsstrok en framkvæmd þeirra verður hjá Heilsugæslunni. 

Á nýju ári verða nokkrar breytingar á komugjöldum í heilbrigðiskerfinu. Þar má nefna að almenn komugjöld á heilsugæslu koma til með að lækka úr 700 krónum í 500 krónur. Börn, öryrkjar og aldraðir geta þá enn sótt sér heilsugæslu að kostnaðarlausu.

Þetta þýðir einnig að gjald fyrir leghálsskimun kemur til með að lækka. Áður var það 4.818 krónur en verður nú sem samsvarar komugjaldi á heilsugæslu, eða 500 krónur. Krabbameinsfélagið hefur lengi barist fyrir gjaldfrjálsi skimun og er þetta kærkomið skref í rétta átt. Allar líkur eru á því að þátttaka meðal kvenna komi til með að aukast við þessa lækkun á gjaldi. Þátttaka íslenskra kvenna í skimun hefur ekki verið eins góð og meðal samanburðarþjóða okkar og vonandi horfir það nú til betri vegar. 

Tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins með að bjóða ákveðnum árgöngum gjaldfrjálsa skimun undanfarin ár hefur sýnt að mun fleiri konur láta verða af skoðun en ella, sé hún án endurgjalds. Það tilraunaverkefni var fjármagnað með erfðagjöf Láru Vigfúsdóttur sem sýndi svo ekki verður um villst að gjaldfrjáls skimun er markmið sem íslenskt heilbrigðiskerfi þarf að stefna að. 


Rétt er að minna á nýtt fyrirkomulag skimana en konur panta nú tíma á heilsuvera.is eða á sinni heilsugæslustöð.


  • Tímapantanir: Frá 4. janúar geta konur pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini á www.heilsuvera.is eða hjá heilsugæslustöðinni sinni.
  • Staðsetning þjónustu: Þjónustan verður veitt á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr geta konur sem það kjósa leitað til kvensjúkdómalæknis vegna sýnatöku.
  • Framkvæmd: Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, munu annast sýnatöku, líkt og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert á heilsugæslustöðvunum á landsbyggðinni frá árinu 2015.

Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?