Björn Teitsson 29. des. 2020

Gjald fyrir leghálsskimun lækkar í 500 krónur

Breytingar á komugjöldum í heilbrigðiskerfinu taka gildi á nýju ári. Þar með lækkar gjald fyrir leghálsstrok en framkvæmd þeirra verður hjá Heilsugæslunni. 

Á nýju ári verða nokkrar breytingar á komugjöldum í heilbrigðiskerfinu. Þar má nefna að almenn komugjöld á heilsugæslu koma til með að lækka úr 700 krónum í 500 krónur. Börn, öryrkjar og aldraðir geta þá enn sótt sér heilsugæslu að kostnaðarlausu.

Þetta þýðir einnig að gjald fyrir leghálsskimun kemur til með að lækka. Áður var það 4.818 krónur en verður nú sem samsvarar komugjaldi á heilsugæslu, eða 500 krónur. Krabbameinsfélagið hefur lengi barist fyrir gjaldfrjálsi skimun og er þetta kærkomið skref í rétta átt. Allar líkur eru á því að þátttaka meðal kvenna komi til með að aukast við þessa lækkun á gjaldi. Þátttaka íslenskra kvenna í skimun hefur ekki verið eins góð og meðal samanburðarþjóða okkar og vonandi horfir það nú til betri vegar. 

Tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins með að bjóða ákveðnum árgöngum gjaldfrjálsa skimun undanfarin ár hefur sýnt að mun fleiri konur láta verða af skoðun en ella, sé hún án endurgjalds. Það tilraunaverkefni var fjármagnað með erfðagjöf Láru Vigfúsdóttur sem sýndi svo ekki verður um villst að gjaldfrjáls skimun er markmið sem íslenskt heilbrigðiskerfi þarf að stefna að. 


Rétt er að minna á nýtt fyrirkomulag skimana en konur panta nú tíma á heilsuvera.is eða á sinni heilsugæslustöð.


  • Tímapantanir: Frá 4. janúar geta konur pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini á www.heilsuvera.is eða hjá heilsugæslustöðinni sinni.
  • Staðsetning þjónustu: Þjónustan verður veitt á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr geta konur sem það kjósa leitað til kvensjúkdómalæknis vegna sýnatöku.
  • Framkvæmd: Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, munu annast sýnatöku, líkt og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert á heilsugæslustöðvunum á landsbyggðinni frá árinu 2015.

Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?