Björn Teitsson 29. des. 2020

Gjald fyrir leghálsskimun lækkar í 500 krónur

Breytingar á komugjöldum í heilbrigðiskerfinu taka gildi á nýju ári. Þar með lækkar gjald fyrir leghálsstrok en framkvæmd þeirra verður hjá Heilsugæslunni. 

Á nýju ári verða nokkrar breytingar á komugjöldum í heilbrigðiskerfinu. Þar má nefna að almenn komugjöld á heilsugæslu koma til með að lækka úr 700 krónum í 500 krónur. Börn, öryrkjar og aldraðir geta þá enn sótt sér heilsugæslu að kostnaðarlausu.

Þetta þýðir einnig að gjald fyrir leghálsskimun kemur til með að lækka. Áður var það 4.818 krónur en verður nú sem samsvarar komugjaldi á heilsugæslu, eða 500 krónur. Krabbameinsfélagið hefur lengi barist fyrir gjaldfrjálsi skimun og er þetta kærkomið skref í rétta átt. Allar líkur eru á því að þátttaka meðal kvenna komi til með að aukast við þessa lækkun á gjaldi. Þátttaka íslenskra kvenna í skimun hefur ekki verið eins góð og meðal samanburðarþjóða okkar og vonandi horfir það nú til betri vegar. 

Tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins með að bjóða ákveðnum árgöngum gjaldfrjálsa skimun undanfarin ár hefur sýnt að mun fleiri konur láta verða af skoðun en ella, sé hún án endurgjalds. Það tilraunaverkefni var fjármagnað með erfðagjöf Láru Vigfúsdóttur sem sýndi svo ekki verður um villst að gjaldfrjáls skimun er markmið sem íslenskt heilbrigðiskerfi þarf að stefna að. 


Rétt er að minna á nýtt fyrirkomulag skimana en konur panta nú tíma á heilsuvera.is eða á sinni heilsugæslustöð.


  • Tímapantanir: Frá 4. janúar geta konur pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini á www.heilsuvera.is eða hjá heilsugæslustöðinni sinni.
  • Staðsetning þjónustu: Þjónustan verður veitt á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr geta konur sem það kjósa leitað til kvensjúkdómalæknis vegna sýnatöku.
  • Framkvæmd: Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem hafa hlotið sérstaka þjálfun, munu annast sýnatöku, líkt og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa gert á heilsugæslustöðvunum á landsbyggðinni frá árinu 2015.

Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?