Guðmundur Pálsson 21. okt. 2021

Fjölsótt málþing skorar á heil­brigðis­yfir­völd að setja brjósta­heilsu í for­gang

Málþing um brjóstakrabbamein fór fram miðvikudaginn 20. október að viðstöddu fjölmenni. Auk þess var fylgst með dagskránni í gegnum streymisveitu Krabbameinsfélagsins á ríflega 100 stöðum um land allt.

Horfur eftir greiningu brjóstakrabbameins hér á landi hafa verið mjög góðar en nú eru vísbendingar um að Ísland sé að dragast aftur úr miðað við hin Norðurlöndin.

Brynja Björk Gunnarsdóttir, formaður Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, setti málþingið og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja annaðist fundarstjórn. Lára Guðrún Jóhönnudóttir deildi reynslu sinni með gestum en önnur erindi voru þessi:

Horfur íslenskra kvenna með brjóstakrabbamein: Helgi Birgisson yfirlæknir á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins

Gæðaskráning – hagur krabbameinsgreindra: Hrefna Stefánsdóttir sérfræðingur á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins

Brjóstaheilsa á tímamótum – Brjóstakrabbamein, mikilvægi skimunar og reynsla erlendis: Ólöf Kristjana Bjarnadóttir krabbameinslæknir á Landspítalanum

Brjóstaheilsa á tímamótum – Sjúkdómar í brjóstum / Aðgengi að sérfræðingsþjónustu og framtíðarsýn: Svanheiður Lóa Rafnsdóttir brjóstaskurðlæknir á Landspítalanum

Áskorun til heilbrigðisyfirvalda

Eftirfarandi áskorun var borin upp og samþykkt:

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á Íslandi. Í hverri viku greinast fjórir til fimm einstaklingar með brjóstakrabbamein, langflestir eru konur, 235 á hverju ári. Að meðaltali deyja 50 konur hér á landi á ári úr brjóstakrabbameini. Til að lækka dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins og minnka likur á endurkomu þess er mikilvægt að greina krabbameinin á byrjunarstigi.

Þátttakendur málþingsins „Verum til” skora á heilbrigðisyfirvöld að setja brjóstaheilsu í forgang,

Í því felst til dæmis:

  • að tryggja að aðgengi fólks sem hafa einkenni í brjóstum að sérhæfðri skoðun sé gott og ferlið, frá því einkenni koma fram, þar til rannsókn er gerð, skýrt og einfalt.
  • að unnið sé markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimunum fyrir brjóstakrabba-meinum, til dæmis með skipulagðri hvatningu til kvenna, að skimun sé ókeypis og að gott aðgengi sé að henni í nærumhverfi. Vel skipulögð og framkvæmd skimun bjargar mannslífum og lækkar dánartíðni um 20-30%.

Við búum í fámennu landi sem ætti að gera okkur auðveldara að búa til kerfi þar sem fólkið og bætt þjónusta við það er í forgrunni.

Stór hluti þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein eru hraustir einstaklingar í blóma lífsins. Mikið er í húfi að greina meinin sem fyrst, sem eykur líkur á að þeir lifi áfram góðu lífi.

Sofnum ekki á verðinum, tökum brjóstaheilsu alvarlega. 

Upptaka frá málþinginu

Upptaka frá málþinginu er aðgengileg í streymisveitu Krabbameinsfélagsins:


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?