Guðmundur Pálsson 21. okt. 2021

Fjölsótt málþing skorar á heil­brigðis­yfir­völd að setja brjósta­heilsu í for­gang

Málþing um brjóstakrabbamein fór fram miðvikudaginn 20. október að viðstöddu fjölmenni. Auk þess var fylgst með dagskránni í gegnum streymisveitu Krabbameinsfélagsins á ríflega 100 stöðum um land allt.

Horfur eftir greiningu brjóstakrabbameins hér á landi hafa verið mjög góðar en nú eru vísbendingar um að Ísland sé að dragast aftur úr miðað við hin Norðurlöndin.

Brynja Björk Gunnarsdóttir, formaður Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, setti málþingið og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja annaðist fundarstjórn. Lára Guðrún Jóhönnudóttir deildi reynslu sinni með gestum en önnur erindi voru þessi:

Horfur íslenskra kvenna með brjóstakrabbamein: Helgi Birgisson yfirlæknir á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins

Gæðaskráning – hagur krabbameinsgreindra: Hrefna Stefánsdóttir sérfræðingur á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins

Brjóstaheilsa á tímamótum – Brjóstakrabbamein, mikilvægi skimunar og reynsla erlendis: Ólöf Kristjana Bjarnadóttir krabbameinslæknir á Landspítalanum

Brjóstaheilsa á tímamótum – Sjúkdómar í brjóstum / Aðgengi að sérfræðingsþjónustu og framtíðarsýn: Svanheiður Lóa Rafnsdóttir brjóstaskurðlæknir á Landspítalanum

Áskorun til heilbrigðisyfirvalda

Eftirfarandi áskorun var borin upp og samþykkt:

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á Íslandi. Í hverri viku greinast fjórir til fimm einstaklingar með brjóstakrabbamein, langflestir eru konur, 235 á hverju ári. Að meðaltali deyja 50 konur hér á landi á ári úr brjóstakrabbameini. Til að lækka dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins og minnka likur á endurkomu þess er mikilvægt að greina krabbameinin á byrjunarstigi.

Þátttakendur málþingsins „Verum til” skora á heilbrigðisyfirvöld að setja brjóstaheilsu í forgang,

Í því felst til dæmis:

  • að tryggja að aðgengi fólks sem hafa einkenni í brjóstum að sérhæfðri skoðun sé gott og ferlið, frá því einkenni koma fram, þar til rannsókn er gerð, skýrt og einfalt.
  • að unnið sé markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimunum fyrir brjóstakrabba-meinum, til dæmis með skipulagðri hvatningu til kvenna, að skimun sé ókeypis og að gott aðgengi sé að henni í nærumhverfi. Vel skipulögð og framkvæmd skimun bjargar mannslífum og lækkar dánartíðni um 20-30%.

Við búum í fámennu landi sem ætti að gera okkur auðveldara að búa til kerfi þar sem fólkið og bætt þjónusta við það er í forgrunni.

Stór hluti þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein eru hraustir einstaklingar í blóma lífsins. Mikið er í húfi að greina meinin sem fyrst, sem eykur líkur á að þeir lifi áfram góðu lífi.

Sofnum ekki á verðinum, tökum brjóstaheilsu alvarlega. 

Upptaka frá málþinginu

Upptaka frá málþinginu er aðgengileg í streymisveitu Krabbameinsfélagsins:


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?