Guðmundur Pálsson 18. des. 2019

Ertu úti að aka...og vilt láta gott af þér leiða?

Krabbameinsfélag Íslands leitar að sjálfboðaliðum í akstursþjónustu.

Akstursþjónustan er nýtt verkefni Krabbameinsfélagsins. Reynslan sýnir að sumir eiga erfitt með að komast til og frá Landspítala til að sækja sína krabbameinsmeðferð eða rannsóknir.

Markmið þjónustunnar er að bjóða krabbameinssjúklingum sem geta ekki nýtt sér önnur akstursúrræði, akstur til og frá spítalanum.

Um er að ræða tilraunaverkefni sem er einskorðað við höfuðborgarsvæðið.

Við leitum að einstaklingum sem:

  • eru 30 ára og eldri
  • hafa gild ökuréttindi
  • hafa yfir eigin bifreið að ráða
  • búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum
  • hafa smá tíma aflögu í þágu góðs málstaðar

Sjálfboðaliðar akstursþjónustunnar fá fræðslu, þjálfun og handleiðslu frá fagfólki félagsins. Námskeið fyrir sjálfboðaliða fer fram í febrúar 2020.

Vertu með okkur í þessu áhugaverða tilraunaverkefni og leggðu þitt af mörkum til að aðstoða þá sem þarfnast þessa stuðnings.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk í ráðgjöf Krabbameinsfélagsins í síma 800 4040 eða í gegnum tölvupóst radgjof@krabb.is.

Umsóknir sendist á netfangið radgjof@krabb.is og umsóknarfrestur er til 20. janúar 2020.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?