Guðmundur Pálsson 18. des. 2019

Ertu úti að aka...og vilt láta gott af þér leiða?

Krabbameinsfélag Íslands leitar að sjálfboðaliðum í akstursþjónustu.

Akstursþjónustan er nýtt verkefni Krabbameinsfélagsins. Reynslan sýnir að sumir eiga erfitt með að komast til og frá Landspítala til að sækja sína krabbameinsmeðferð eða rannsóknir.

Markmið þjónustunnar er að bjóða krabbameinssjúklingum sem geta ekki nýtt sér önnur akstursúrræði, akstur til og frá spítalanum.

Um er að ræða tilraunaverkefni sem er einskorðað við höfuðborgarsvæðið.

Við leitum að einstaklingum sem:

  • eru 30 ára og eldri
  • hafa gild ökuréttindi
  • hafa yfir eigin bifreið að ráða
  • búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum
  • hafa smá tíma aflögu í þágu góðs málstaðar

Sjálfboðaliðar akstursþjónustunnar fá fræðslu, þjálfun og handleiðslu frá fagfólki félagsins. Námskeið fyrir sjálfboðaliða fer fram í febrúar 2020.

Vertu með okkur í þessu áhugaverða tilraunaverkefni og leggðu þitt af mörkum til að aðstoða þá sem þarfnast þessa stuðnings.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk í ráðgjöf Krabbameinsfélagsins í síma 800 4040 eða í gegnum tölvupóst radgjof@krabb.is.

Umsóknir sendist á netfangið radgjof@krabb.is og umsóknarfrestur er til 20. janúar 2020.


Fleiri nýjar fréttir

27. jan. 2020 : „Af hverju ekki ég?

Vigdís Finnbogadóttir var 48 ára þegar hún greindist með brjóstakrabbamein og fór í brjóstnám. Hún rifjar upp þennan tíma fyrir rúmum 40 árum þegar ekki var talað jafn opinskátt um hlutina og gert er í dag.

Lesa meira

17. jan. 2020 : Miðlun eflist - nýtt blað komið út

Blað Krabbameinsfélagsins er komið út. Í því er að finna viðtöl, fróðleik, fréttir og greinar um fjölbreytt starf félagsins. 

Lesa meira

15. jan. 2020 : Nýjar áherslur - ný ásýnd

Stjórn Krabbameinsfélagsins hefur ákveðið að breyta merki og ásýnd félagsins til að endurspegla fjölbreytta starfsemi þess. 

Lesa meira

8. jan. 2020 : Þetta reddast ekki ... án aðgerða!

Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins skrifar.

Lesa meira

27. des. 2019 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Vinnings­tölurnar komnar í loftið – takk fyrir stuðninginn!

Dregið hefur verið Í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Happdrættið hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins um áratugaskeið og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?