Guðmundur Pálsson 18. des. 2019

Ertu úti að aka...og vilt láta gott af þér leiða?

Krabbameinsfélag Íslands leitar að sjálfboðaliðum í akstursþjónustu.

Akstursþjónustan er nýtt verkefni Krabbameinsfélagsins. Reynslan sýnir að sumir eiga erfitt með að komast til og frá Landspítala til að sækja sína krabbameinsmeðferð eða rannsóknir.

Markmið þjónustunnar er að bjóða krabbameinssjúklingum sem geta ekki nýtt sér önnur akstursúrræði, akstur til og frá spítalanum.

Um er að ræða tilraunaverkefni sem er einskorðað við höfuðborgarsvæðið.

Við leitum að einstaklingum sem:

  • eru 30 ára og eldri
  • hafa gild ökuréttindi
  • hafa yfir eigin bifreið að ráða
  • búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum
  • hafa smá tíma aflögu í þágu góðs málstaðar

Sjálfboðaliðar akstursþjónustunnar fá fræðslu, þjálfun og handleiðslu frá fagfólki félagsins. Námskeið fyrir sjálfboðaliða fer fram í febrúar 2020.

Vertu með okkur í þessu áhugaverða tilraunaverkefni og leggðu þitt af mörkum til að aðstoða þá sem þarfnast þessa stuðnings.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk í ráðgjöf Krabbameinsfélagsins í síma 800 4040 eða í gegnum tölvupóst radgjof@krabb.is.

Umsóknir sendist á netfangið radgjof@krabb.is og umsóknarfrestur er til 20. janúar 2020.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?