Guðmundur Pálsson 18. des. 2019

Ertu úti að aka...og vilt láta gott af þér leiða?

Krabbameinsfélag Íslands leitar að sjálfboðaliðum í akstursþjónustu.

Akstursþjónustan er nýtt verkefni Krabbameinsfélagsins. Reynslan sýnir að sumir eiga erfitt með að komast til og frá Landspítala til að sækja sína krabbameinsmeðferð eða rannsóknir.

Markmið þjónustunnar er að bjóða krabbameinssjúklingum sem geta ekki nýtt sér önnur akstursúrræði, akstur til og frá spítalanum.

Um er að ræða tilraunaverkefni sem er einskorðað við höfuðborgarsvæðið.

Við leitum að einstaklingum sem:

  • eru 30 ára og eldri
  • hafa gild ökuréttindi
  • hafa yfir eigin bifreið að ráða
  • búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum
  • hafa smá tíma aflögu í þágu góðs málstaðar

Sjálfboðaliðar akstursþjónustunnar fá fræðslu, þjálfun og handleiðslu frá fagfólki félagsins. Námskeið fyrir sjálfboðaliða fer fram í febrúar 2020.

Vertu með okkur í þessu áhugaverða tilraunaverkefni og leggðu þitt af mörkum til að aðstoða þá sem þarfnast þessa stuðnings.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk í ráðgjöf Krabbameinsfélagsins í síma 800 4040 eða í gegnum tölvupóst radgjof@krabb.is.

Umsóknir sendist á netfangið radgjof@krabb.is og umsóknarfrestur er til 20. janúar 2020.


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?