Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 2. feb. 2020

Endurnýjun íbúða fyrir fólk af landsbyggðinni

Krabbameinsfélagið á átta íbúðir með öðrum í Reykjavík fyrir fólk af landsbyggðinni sem greinist með krabbamein og þarf að sækja meðferð eða fara í rannsóknir í Reykjavík. 

Íbúðirnar hafa nú fengið tímabæra endurnýjun, voru málaðar, baðherbergi gerð upp og innbú og húsgögn endurnýjuð. Landspítalinn sér um útleigu á íbúðunum. 

„Það getur skipt sköpum að hafa öruggan dvalarstað í Reykjavík fyrir þá sem búa á landsbyggðinni, en þurfa að sækja krabbameinsmeðferð í Reykjavík. Meðferð getur tekið margar vikur og þá skiptir staðsetning máli og gott að geta dvalið í göngufæri við spítalann. Við viljum búa fólki heimilislegan og þægilegan samastað í höfuðborginni, á meðan þörfin er fyrir hendi vegna veikinda,“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður hjá Krabbameinsfélaginu.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins 2020.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?