Ása Sigríður Þórisdóttir 21. des. 2021

Ekki sést svo góð svörun við meðferð mergæxlis

Sterkar vísbendingar eru um lækningu á mergæxli greinist það á forstigi. Fyrstu sjúklingar með byrjandi mergæxli sem lokið hafa tveggja ára lyfjameðferð hafa sýnt mjög góða svörun. 

Sterkar vísbendingar eru um lækningu á mergæxli greinist það á forstigi. En einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig. Merg­æxli er krabbamein sem verður til í fljótandi merg í beinum, þegar frumur sem þar eru breytast í krabbameinsfrumur.

Áætlað er að á hverju ári greinist 20 - 25 manns hérlendis með sjúkdóminn en um 200 þúsund manns á heimsvísu.

Fimm ár eru síðan farið var í skimunarátakið „Blóðskimun til bjargar” á vegum Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingi við Landspítala, sem ætlað var að leita svara við rann­sókn­ar­spurn­ing­unni hvort ávinn­ing­ur væri af því að skima fyr­ir forstigi mer­gæxl­is. 

Í rannsókninni voru Íslendingar, 40 ára og eldri, skimaðir fyrir forstigi mergæxlis. Skimunin gekk út á að mæla hvort þessar krabbameinsfrumur væru til staðar með því að leita að ákveðnu próteini í blóðinu með einföldu blóðprófi. Þátttaka var afar góð en alls tóku yfir 80 þúsund Íslendingar þátt í rannsókninni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós forstig mergæxlis hjá 5% þátttakenda, en ekki allir þeirra fá krabbamein því eru einungis þeir meðhöndlaðir sem eru með svokallað mallandi mergæxli, þegar forstigið er lengra gengið segir Sigurður Yngvi.

Fyrstu sjúklingar með byrjandi mergæxli sem lokið hafa tveggja ára lyfjameðferð hafa sýnt mjög góða svörun og hefur ekki sést svo góð svörun við meðferð mergæxlis fyrr er haft eftir Sigurði Yngva.

Rannsóknin vakti mikla athygli á árlegri ráðstefnu bandarískra blóðlækninga, sem haldin var í Atlanta í Bandaríkjunum 10. til 14. desember síðastliðinn og segir Sigurður Yngvi að íslenska rannsóknin hafi verið á allra vörum.

Krabbameinsfélagið telur rannsóknir af þessu tagi skipta mjög miklu máli og hefur styrkt rannsóknina „Blóðskimun til bjargar" með því að láta henni í té aðstöðu í Skógarhlíð 8, endurgjaldslaust frá upphafi og út árið 2019. Auk þess sem rannsóknir sem tengdar eru „Blóðskimun til bjargar” hafa hlotið styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins. 

 

Heimildir:

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?