Ása Sigríður Þórisdóttir 21. des. 2021

Ekki sést svo góð svörun við meðferð mergæxlis

Sterkar vísbendingar eru um lækningu á mergæxli greinist það á forstigi. Fyrstu sjúklingar með byrjandi mergæxli sem lokið hafa tveggja ára lyfjameðferð hafa sýnt mjög góða svörun. 

Sterkar vísbendingar eru um lækningu á mergæxli greinist það á forstigi. En einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig. Merg­æxli er krabbamein sem verður til í fljótandi merg í beinum, þegar frumur sem þar eru breytast í krabbameinsfrumur.

Áætlað er að á hverju ári greinist 20 - 25 manns hérlendis með sjúkdóminn en um 200 þúsund manns á heimsvísu.

Fimm ár eru síðan farið var í skimunarátakið „Blóðskimun til bjargar” á vegum Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingi við Landspítala, sem ætlað var að leita svara við rann­sókn­ar­spurn­ing­unni hvort ávinn­ing­ur væri af því að skima fyr­ir forstigi mer­gæxl­is. 

Í rannsókninni voru Íslendingar, 40 ára og eldri, skimaðir fyrir forstigi mergæxlis. Skimunin gekk út á að mæla hvort þessar krabbameinsfrumur væru til staðar með því að leita að ákveðnu próteini í blóðinu með einföldu blóðprófi. Þátttaka var afar góð en alls tóku yfir 80 þúsund Íslendingar þátt í rannsókninni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós forstig mergæxlis hjá 5% þátttakenda, en ekki allir þeirra fá krabbamein því eru einungis þeir meðhöndlaðir sem eru með svokallað mallandi mergæxli, þegar forstigið er lengra gengið segir Sigurður Yngvi.

Fyrstu sjúklingar með byrjandi mergæxli sem lokið hafa tveggja ára lyfjameðferð hafa sýnt mjög góða svörun og hefur ekki sést svo góð svörun við meðferð mergæxlis fyrr er haft eftir Sigurði Yngva.

Rannsóknin vakti mikla athygli á árlegri ráðstefnu bandarískra blóðlækninga, sem haldin var í Atlanta í Bandaríkjunum 10. til 14. desember síðastliðinn og segir Sigurður Yngvi að íslenska rannsóknin hafi verið á allra vörum.

Krabbameinsfélagið telur rannsóknir af þessu tagi skipta mjög miklu máli og hefur styrkt rannsóknina „Blóðskimun til bjargar" með því að láta henni í té aðstöðu í Skógarhlíð 8, endurgjaldslaust frá upphafi og út árið 2019. Auk þess sem rannsóknir sem tengdar eru „Blóðskimun til bjargar” hafa hlotið styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins. 

 

Heimildir:

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?