Ása Sigríður Þórisdóttir 21. des. 2021

Ekki sést svo góð svörun við meðferð mergæxlis

Sterkar vísbendingar eru um lækningu á mergæxli greinist það á forstigi. Fyrstu sjúklingar með byrjandi mergæxli sem lokið hafa tveggja ára lyfjameðferð hafa sýnt mjög góða svörun. 

Sterkar vísbendingar eru um lækningu á mergæxli greinist það á forstigi. En einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig. Merg­æxli er krabbamein sem verður til í fljótandi merg í beinum, þegar frumur sem þar eru breytast í krabbameinsfrumur.

Áætlað er að á hverju ári greinist 20 - 25 manns hérlendis með sjúkdóminn en um 200 þúsund manns á heimsvísu.

Fimm ár eru síðan farið var í skimunarátakið „Blóðskimun til bjargar” á vegum Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingi við Landspítala, sem ætlað var að leita svara við rann­sókn­ar­spurn­ing­unni hvort ávinn­ing­ur væri af því að skima fyr­ir forstigi mer­gæxl­is. 

Í rannsókninni voru Íslendingar, 40 ára og eldri, skimaðir fyrir forstigi mergæxlis. Skimunin gekk út á að mæla hvort þessar krabbameinsfrumur væru til staðar með því að leita að ákveðnu próteini í blóðinu með einföldu blóðprófi. Þátttaka var afar góð en alls tóku yfir 80 þúsund Íslendingar þátt í rannsókninni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós forstig mergæxlis hjá 5% þátttakenda, en ekki allir þeirra fá krabbamein því eru einungis þeir meðhöndlaðir sem eru með svokallað mallandi mergæxli, þegar forstigið er lengra gengið segir Sigurður Yngvi.

Fyrstu sjúklingar með byrjandi mergæxli sem lokið hafa tveggja ára lyfjameðferð hafa sýnt mjög góða svörun og hefur ekki sést svo góð svörun við meðferð mergæxlis fyrr er haft eftir Sigurði Yngva.

Rannsóknin vakti mikla athygli á árlegri ráðstefnu bandarískra blóðlækninga, sem haldin var í Atlanta í Bandaríkjunum 10. til 14. desember síðastliðinn og segir Sigurður Yngvi að íslenska rannsóknin hafi verið á allra vörum.

Krabbameinsfélagið telur rannsóknir af þessu tagi skipta mjög miklu máli og hefur styrkt rannsóknina „Blóðskimun til bjargar" með því að láta henni í té aðstöðu í Skógarhlíð 8, endurgjaldslaust frá upphafi og út árið 2019. Auk þess sem rannsóknir sem tengdar eru „Blóðskimun til bjargar” hafa hlotið styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins. 

 

Heimildir:

 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?