Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. okt. 2019

Ekki nota ljósabekki!

Í dag gáfu norrænu geislavarnastofnanirnar út sameiginlega yfirlýsingu gegn notkun ljósabekkja undir yfirskriftinni: „Ekki nota ljósabekki.“ Stofnanirnar hafa varað við notkun ljósabekkja allt frá árinu 2005 vegna hættu á húðkrabbameini.

„Það virðist sem stöðugt þurfi að minna á skaðsemi ljósabekkjanotkunar á húðina, sérstaklega hjá ungu fólki. Það er auðvitað löngu staðfest að notkun ljósabekkja fylgir aukin hætta á húðkrabbameini, og húð ungmenna er viðkvæmari en okkar sem erum fullorðin. Því er mikilvægt að allir sem fara í ljós átti sig á þessum áhættuþætti,“ segir Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins.

Krabbameinsfélagið situr í samstarfshópi ásamt Geislavörnum, Embætti Landlæknis og húðlæknum, sem hefur fylgst með ljósabekkjanotkun á Íslandi frá árinu 2004. Gallup framkvæmir kannanirnar árlega. Árið 2018 höfðu um 8% fullorðinna Íslendinga notað ljósabekk á undangengnum 12 mánuðum. Könnun ársins 2016 sýndi að um 21% ungmenna (12-23 ára) höfðu notað ljósabekk á undangengnum 12 mánuðum. Geislavarnir kynntu meðal annars þessar niðurstöður í erindi um þróun ljósabekkjanotkunar á Íslandi á ráðstefnu Norræna Geislavarnafélagsins (NSFS) í Finnlandi fyrr á þessu ári.

Staðfest er að notkun ljósabekkja fylgir aukin hætta á húðkrabbameini enda setti Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC) ljósabekki í Flokk 1 árið 2009 en í honum eru staðfestir krabbameinsvaldar. Einnig hefur verið sýnt fram á að allri notkun ljósabekkja fylgir aukin hætta á húðkrabbameini sem og að hættan á húðkrabbameini eykst verulega þegar notkun ljósabekkja hefst fyrir 30 ára aldur.

Um sólarlampa (ljósabekki) gildir reglugerð 810/2003 um notkun sólarlampa og í lögum nr. 44 frá 2002 um geislavarnir eru ákvæði um að einstaklingum yngri en 18 ára séu óheimil afnot af sólarlömpum í fegrunarskyni á stöðum sem þurfa starfsleyfi svo sem á sólbaðstofum, heilsuræktarstöðvum og íþróttamiðstöðvum. Sambærileg ákvæði eru einnig í lögum í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.


Fleiri nýjar fréttir

2. okt. 2023 : Takk fyrir samveruna og stuðninginn

Það er óhætt að segja að gleði, samhugur og samstaða hafi ráðið ríkjum á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar sem haldinn var í Þjóðleikhúsinu þann 28. september. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um stemminguna.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Verum bleik - fyrir okkur öll

Í dag, föstudaginn 29. september, hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að mikilvægi samstöðunnar og bleika litarins sem tákns um hana.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?