Ása Sigríður Þórisdóttir 10. jan. 2022

Doktorsvörn - Keratinocyte krabbamein á Íslandi: Faraldsfræði og lyfjanotkun

Þann 20. desember sl. varði Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Verkefnið byggði á gögnum Krabbameinsskrár. Unnið í samstarfi við Rannsókna- og Skráningarsetur Krabbameins­félagsins og var forstöðumaður setursins annar tveggja leiðbeinenda.

Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson er fæddur í Reykjavík 24. apríl 1990. Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavík 2010, BSc-gráðu í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2013 og embættisprófi í læknisfræði 2016. Að loknu kandídatsári vann hann við rannsóknir í húðlækningum á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York og hóf svo sérnám í húðlækningum við University of Connecticut. Hann útskrifast sem sérfræðingur í húðlækningum í júní 2022.

Ritgerðin ber heitið: Keratinocyte krabbamein á Íslandi: Faraldsfræði og lyfjanotkun.

51764703176_6c39198098_h

Ágrip

Vitað er að mikil aukning hefur verið á grunnfrumu og flöguþekjumeinum í húð síðustu ár í vestrænum löndum en ekki er alveg skýrt hvers vegna svo er.

Helstu áhættuþættir þessara meina eru ljós húð og útfjólublá geislun, og einnig hafa sum lyf verið bendluð við aukina áhættu með því að valda ónæmisbælingu eða auknu næmi fyrir útfjólublárri geislun í húð. Ekki er mikið til af rannsóknum sem skoða faraldsfræði og áhættuþætti þessara húðmeina, og það er óljóst hvort sum þessara lyfja sem auka þessa áhættu myndu gera það á Íslandi þar sem er lítil útfjólublá geislun miðað við flest önnurlönd.

Helstu markmið þessarar rannsóknarar var að athuga sérstaklega tíðni þessara meina á Íslandi og einnig skoða hvaða áhrif ákveðin lyf gætu verið að hafa á áhættu íslendinga að fá þessi mein. Við skoðuðum sérstaklega hydrochlorothiazide (HCTZ), TNF-alpha hindra og statín, sem hafa í sumum rannsóknum verið bendluð við aukna áhættu á húðmeinum. Einnig þá skoðuðum við hugsanleg tengsl metformin við húðmein, en metformin hefur sýnt að hafi tengsl við lægri áhættu á krabbameinum í sumum rannsóknum.

Gagnagrunnur hjá krabbameinsskrá var notaður til þess að reikna tíðnitölur, og var lyfjagrunnur landlæknisembættis notaður til þess að skoða tengsl við lyf. Niðurstöður okkar sýndu að þrátt fyrir það að útfjólublá geislun á Íslandi sé lág hefur tíðni grunn- og flöguþekjumeina aukist til muna, og Ísland er eina landið þar sem að tíðni grunn­frumumeins og grunns flöguþekjumeins er hærra í konum heldur en körlum. Þetta kann að skýrast af því konur virðast vera líklegri til þess að nota ljósabekki og stunda sólböð þegar þær eru erlendis heldur en karlmenn. Karlmenn vinna oftar úti heldur en konur en erlendis þá eru þeir því í hárri áhættu að fá húðkrabbamein vegna mikillrar geislunar. Á Íslandi er þessi geislun heldur minni. Einnig sáum við að þessi aukning á húðmeinum er mest á búk og fótleggjum kvenna, sem bendir enn frekar til ljósabekkja eða sólarlandafera sem orsök. 

Varðandi lyf, þá var HCTZ tengt við aukna áhættu á bæði grunn- og flöguþekjuæxlum. HCTZ eykur næmi fyrir útfjólubláum geislum og því var ekki endilega viðbúist að lyfið auki áhættu í landi með svo litla bakgrunns geislun. TNF-alpha hindrar og statín voru bæði tengt við aukna áhættu á flöguþekjumeinum, en ekki grunnfrumu­krabbameini. Læknar sem skrifa út þessi lyf þurfa að vera meðvitaðir um þessa tengingu. Metformín var tengt við lægri áhættu á grunnfrumukrabbameini en ekki flöguþekjukrabbameini, en þörf er á frekari rannsóknum til þess að staðfesta þessa tengingu.

Andmælendur voru dr. Hildur Helgadóttir, yfirlæknir við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi, og dr. Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir, lektor við Háskóla Íslands.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Jón Gunnlaugur Jónasson, prófessor, og leiðbeinandi var dr. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor (forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins). Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Þórunn Rafnar, deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá ÍE, dr. Árni Kjalar Kristjánsson, sérfræðilæknir, og dr. Desirée Ratner, prófessor við Mount Sinai.

Óskum Jónasi til hamingju og velfarnaðar í sínum störfum.

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?