Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 8. sep. 2020

Dánartíðni vegna leghálskrabbameins lækkað um 83% vegna skimana

Frá því skipuleg leit að leghálskrabbameini hófst hjá Krabbameinsfélaginu árið 1964 hafa rúmlega 900 konur greinst með sjúkdóminn, tæplega 300 látist en rúmlega 600 hlotið bata. Árlega látast að meðaltali fimm konur úr leghálskrabbameini.

Á ári hverju eru 27 þúsund leghálssýni skoðuð hjá frumurannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar. Um 14 þúsund konur koma á Leitarstöðina en auk þess taka sjálfsstætt starfandi kvensjúkdómalæknar og ljósmæður á heilsugæslum leghálssýni sem send eru til rannsókna á Leitarstöð.

Á rannsóknarstofunni starfar sérhæft starfsfólk og nýtt starfsfólk þarf um það bil ár í þjálfun til að öðlast nægilega færni til að geta leitað að afbrigðilegum frumum.

„Sérhæfð þekking skiptir gífurlega miklu máli og er þessi þekking á Íslandi bundin við rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Hún finnst ekki annars staðar hér á landi. Sérhæfingin skiptir því miklu máli fyrir konur á landinu,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir frumurannsóknarstofu.

„Að baki leitarstarfinu liggur hugsjón, gríðarlegur metnaður og framsýni þeirra sem komu skimunum á fót á Íslandi. Þetta hefur verið leiðarljós Leitarstöðvarinnar allt fram á þennan dag. Á Leitarstöðinni starfar fólk sem brennur fyrir því að varðveita heilsu og heill kvenna á Íslandi og árangurinn af þessu er óumdeilanlegur og með því besta sem þekkist í heiminum,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Leitarstöðvarinnar.

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?