Guðmundur Pálsson 5. okt. 2020

Covid-19: Tilkynning frá Ráðgjafar­þjónustu Krabba­meins­félagsins

Kæru vinir. Við höfum fylgst grannt með gangi mála síðustu vikurnar í tengslum við Covid smit í samfélaginu og brugðist við stöðunni.

Vegna þeirrar stöðu sem komin er upp varðandi Covid-19 smit höfum við gripið til ráðstafana sem við teljum nauðsynlegar að svo stöddu. Okkur þykir mjög miður að þurfa enn á ný að raska starfsemi Ráðgjafarþjónustunnar en leitum áfram allra leiða til að mæta þörfum ykkar og vonum að starfsemin komist sem fyrst aftur í sitt eðlilega horf.

Sóttvarnir og grímuskylda:

  • Finnir þú fyrir einkennum, ert í sóttkví eða einhver í kringum þig, biðjum við þig um að vera heima og heyra í okkur símleiðis eða í gegnum tölvupóst.
  • Við biðjum alla um að sótthreinsa hendur áður en gengið er inn í Ráðgjafarþjónustuna. Á borði við innganginn eru sprittbrúsar.
  • Við biðjum alla, sem koma inn í Ráðgjafarþjónustuna, um að bera grímu.
  • Starfsfólk Ráðgjafarþjónustunnar skiptir sér í tvö teymi en þannig takmörkum við þann fjölda sem fer um rýmið okkar og aukum líkur á því að við getum haldið þjónustu okkar gangandi.
  • Við biðjum fólk um að koma ekki nema að gera boð á undan sér.

Viðtöl, námskeið og opnir tímar:

  • Námskeið og opnir tímar í slökun og Jóga Nidra falla tímabundið niður. Við munum hins vegar senda á póstlista og birta á fésbókarsíðu okkar ýmislegt gagnlegt sem hægt er að skoða og nýta sér.
  • Við bjóðum nú upp á fjarviðtöl í gegnum viðurkennt og einfalt kerfi og mælum með að fólk nýti sér þennan möguleika eins og staðan er í dag. Þú færð sendan hlekk í tölvupósti og við það að smella á hann hefst viðtalið við þinn ráðgjafa í mynd. Það eina sem þarf er að finna þér þægilegan stað með tölvu sem hefur myndavél og hljóðnema. Ef þessi leið hentar ekki er líka alltaf hægt að eiga samtal símleiðis.

Möguleikinn á að koma í viðtal til okkar í Ráðgjafarþjónustuna verður áfram fyrir hendi. Þetta verður metið í samráði við hvern og einn og eftir stöðunni á hverjum tíma. Ekki er hægt að koma í viðtal nema að panta tíma fyrirfram.

Hafðu samband í síma 800 4040 eða sendu okkur póst á radgjof@krabb.is fyrir frekari upplýsingar.

Hlýjar kveðjur, Starfsfólk Ráðgjafarþjónustunnar

Minnisblað til gesta


Fleiri nýjar fréttir

Karlakor

5. mar. 2021 : Fyrsti karlakórinn skráður í Mottumars og fyrsti skokkhópurinn!

Mottukeppnin er í fullum gangi en hún snýr nú aftur eftir fimm ára hlé. Yfir 300 keppendur eru skráðir og þar á meðal eru skemmtilegir hópar. Þar má til dæmis finna Karlakór Hveragerðis og Skokkhóp Vals. 

Lesa meira
MM21_Sokkar_hvitt

2. mar. 2021 : Tafir á Mottumarssokkunum

Vegna Covid-heimsfaraldursins verða nokkrar tafir á afgreiðslu Mottumarssokkana, sem hafa notið svo mikilla og góðra vinsælda undanfarin ár. Vonandi verður þó ekki langt að bíða, sokkarnir eru á leiðinni. 

Lesa meira
SOS_4643

26. feb. 2021 : Mottumars er farinn af stað!

Þótt febrúar sé enn í andarslitunum var Mottumars settur með formlegum hætti í dag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. 

Lesa meira
Thorskflok-i-pistuskel

25. feb. 2021 : Mataræði skiptir máli - uppskrift að dýrindis þorskrétti og eftirrétti í kaupbæti

Sigríður Gunnarsdóttir er höfundur fjölda matreiðslubóka og þekktur matgæðingur. Hún er búsett í Antony, í úthverfi Parísar, og leggur ávallt áherslu á hollan og bragðgóðan mat úr úrvalshráefnum. 

Lesa meira

25. feb. 2021 : Sameiginleg yfirlýsing Heilsugæslunnar og Landspítala vegna skimunarverkefnis

Heilsugæslan og Landspítali eru samstíga við yfirfærslu skimunarverkefnis, segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Krabbameinsfélagið ítrekar óskir sínar um velfarnað í því mikilvæga verkefni og hvetur konur til þátttöku. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?