Guðmundur Pálsson 5. okt. 2020

Covid-19: Tilkynning frá Ráðgjafar­þjónustu Krabba­meins­félagsins

Kæru vinir. Við höfum fylgst grannt með gangi mála síðustu vikurnar í tengslum við Covid smit í samfélaginu og brugðist við stöðunni.

Vegna þeirrar stöðu sem komin er upp varðandi Covid-19 smit höfum við gripið til ráðstafana sem við teljum nauðsynlegar að svo stöddu. Okkur þykir mjög miður að þurfa enn á ný að raska starfsemi Ráðgjafarþjónustunnar en leitum áfram allra leiða til að mæta þörfum ykkar og vonum að starfsemin komist sem fyrst aftur í sitt eðlilega horf.

Sóttvarnir og grímuskylda:

  • Finnir þú fyrir einkennum, ert í sóttkví eða einhver í kringum þig, biðjum við þig um að vera heima og heyra í okkur símleiðis eða í gegnum tölvupóst.
  • Við biðjum alla um að sótthreinsa hendur áður en gengið er inn í Ráðgjafarþjónustuna. Á borði við innganginn eru sprittbrúsar.
  • Við biðjum alla, sem koma inn í Ráðgjafarþjónustuna, um að bera grímu.
  • Starfsfólk Ráðgjafarþjónustunnar skiptir sér í tvö teymi en þannig takmörkum við þann fjölda sem fer um rýmið okkar og aukum líkur á því að við getum haldið þjónustu okkar gangandi.
  • Við biðjum fólk um að koma ekki nema að gera boð á undan sér.

Viðtöl, námskeið og opnir tímar:

  • Námskeið og opnir tímar í slökun og Jóga Nidra falla tímabundið niður. Við munum hins vegar senda á póstlista og birta á fésbókarsíðu okkar ýmislegt gagnlegt sem hægt er að skoða og nýta sér.
  • Við bjóðum nú upp á fjarviðtöl í gegnum viðurkennt og einfalt kerfi og mælum með að fólk nýti sér þennan möguleika eins og staðan er í dag. Þú færð sendan hlekk í tölvupósti og við það að smella á hann hefst viðtalið við þinn ráðgjafa í mynd. Það eina sem þarf er að finna þér þægilegan stað með tölvu sem hefur myndavél og hljóðnema. Ef þessi leið hentar ekki er líka alltaf hægt að eiga samtal símleiðis.

Möguleikinn á að koma í viðtal til okkar í Ráðgjafarþjónustuna verður áfram fyrir hendi. Þetta verður metið í samráði við hvern og einn og eftir stöðunni á hverjum tíma. Ekki er hægt að koma í viðtal nema að panta tíma fyrirfram.

Hafðu samband í síma 800 4040 eða sendu okkur póst á radgjof@krabb.is fyrir frekari upplýsingar.

Hlýjar kveðjur, Starfsfólk Ráðgjafarþjónustunnar

Minnisblað til gesta


Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?