Björn Teitsson 6. apr. 2021

Covid-19 og nýgengi krabbameina - grein í Læknablaðinu

  • Skógarhlíð

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins má finna grein sem er meðal annarra skrifuð af sérfræðingum sem starfa við rannsókna -og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins. 

Höfundar greinarinnar, sem ber titilinn „Covid-19 og nýgengi krabbameina á Íslandi árið 2020,“ eru þau Helgi Birgisson, læknir, Hólmfríður Hilmarsdóttir, lífeindafræðingur, Runólfur Pálsson, læknir, og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og yfirmaður rannsókna-og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins en þar starfa þau Helgi og Hólmfríður einnig. Runólfur er prófessor í lyflæknisfræði við læknadeild HÍ og yfirlæknir nýrnalækninga við LSH. Í inngangi greinarinnar segir:

Árlega greinast um 1700 krabbameinstilfelli á Íslandi. Þann 28. febrúar 2020 var fyrsta tilfellið af COVID-19 staðfest á Íslandi og hættustig almannavarna virkjað. Þann 11. mars 2020 skilgreindi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin COVID-19 sem heimsfaraldur. Þetta óvenjulega ástand hefur haft margvíslegar afleiðingar, þeirra á meðal eru áhrif samkomu- og ferðatakmarkana á nýgreiningar krabbameina. Samantekið má segja að í samanburði við meðaltal áranna 2017-2019 varð lækkun á nýgengi greindra krabbameina á Íslandi í mars, apríl og maí 2020 og má telja líklegt að það hafi verið vegna farsóttarinnar. En vegna aukinnar greiningarvirkni seinni hluta ársins 2020 var uppsafnað nýgengi greindra krabbameina hið sama árið 2020 og meðaltal áranna 2017-2019. Líklegast getum við þakkað það skynsamlegum viðbrögðum stjórnvalda og góðri þátttöku almennings í þeim aðgerðum að faraldrinum var haldið í skefjum. Þar með var samfélaginu gert kleift að bjóða þegnum sínum upp á þá nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu sem þarf til að greina krabbamein tímanlega. Mikilvægt er að við fylgjumst einnig með áhrifum faraldursins og aðgerðum gegn honum á íslenskt samfélag og drögum lærdóm af því fyrir framtíðina.



Heildartextann má nálgast hér, á heimasíðu Læknablaðsins en einnig má sjá snarpa samantekt um rannsóknina hér á fréttavef Vísis. 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?