Björn Teitsson 6. apr. 2021

Covid-19 og nýgengi krabbameina - grein í Læknablaðinu

  • Skógarhlíð

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins má finna grein sem er meðal annarra skrifuð af sérfræðingum sem starfa við rannsókna -og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins. 

Höfundar greinarinnar, sem ber titilinn „Covid-19 og nýgengi krabbameina á Íslandi árið 2020,“ eru þau Helgi Birgisson, læknir, Hólmfríður Hilmarsdóttir, lífeindafræðingur, Runólfur Pálsson, læknir, og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og yfirmaður rannsókna-og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins en þar starfa þau Helgi og Hólmfríður einnig. Runólfur er prófessor í lyflæknisfræði við læknadeild HÍ og yfirlæknir nýrnalækninga við LSH. Í inngangi greinarinnar segir:

Árlega greinast um 1700 krabbameinstilfelli á Íslandi. Þann 28. febrúar 2020 var fyrsta tilfellið af COVID-19 staðfest á Íslandi og hættustig almannavarna virkjað. Þann 11. mars 2020 skilgreindi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin COVID-19 sem heimsfaraldur. Þetta óvenjulega ástand hefur haft margvíslegar afleiðingar, þeirra á meðal eru áhrif samkomu- og ferðatakmarkana á nýgreiningar krabbameina. Samantekið má segja að í samanburði við meðaltal áranna 2017-2019 varð lækkun á nýgengi greindra krabbameina á Íslandi í mars, apríl og maí 2020 og má telja líklegt að það hafi verið vegna farsóttarinnar. En vegna aukinnar greiningarvirkni seinni hluta ársins 2020 var uppsafnað nýgengi greindra krabbameina hið sama árið 2020 og meðaltal áranna 2017-2019. Líklegast getum við þakkað það skynsamlegum viðbrögðum stjórnvalda og góðri þátttöku almennings í þeim aðgerðum að faraldrinum var haldið í skefjum. Þar með var samfélaginu gert kleift að bjóða þegnum sínum upp á þá nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu sem þarf til að greina krabbamein tímanlega. Mikilvægt er að við fylgjumst einnig með áhrifum faraldursins og aðgerðum gegn honum á íslenskt samfélag og drögum lærdóm af því fyrir framtíðina.Heildartextann má nálgast hér, á heimasíðu Læknablaðsins en einnig má sjá snarpa samantekt um rannsóknina hér á fréttavef Vísis. 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?