Björn Teitsson 6. apr. 2021

Covid-19 og nýgengi krabbameina - grein í Læknablaðinu

  • Skógarhlíð

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins má finna grein sem er meðal annarra skrifuð af sérfræðingum sem starfa við rannsókna -og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins. 

Höfundar greinarinnar, sem ber titilinn „Covid-19 og nýgengi krabbameina á Íslandi árið 2020,“ eru þau Helgi Birgisson, læknir, Hólmfríður Hilmarsdóttir, lífeindafræðingur, Runólfur Pálsson, læknir, og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og yfirmaður rannsókna-og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins en þar starfa þau Helgi og Hólmfríður einnig. Runólfur er prófessor í lyflæknisfræði við læknadeild HÍ og yfirlæknir nýrnalækninga við LSH. Í inngangi greinarinnar segir:

Árlega greinast um 1700 krabbameinstilfelli á Íslandi. Þann 28. febrúar 2020 var fyrsta tilfellið af COVID-19 staðfest á Íslandi og hættustig almannavarna virkjað. Þann 11. mars 2020 skilgreindi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin COVID-19 sem heimsfaraldur. Þetta óvenjulega ástand hefur haft margvíslegar afleiðingar, þeirra á meðal eru áhrif samkomu- og ferðatakmarkana á nýgreiningar krabbameina. Samantekið má segja að í samanburði við meðaltal áranna 2017-2019 varð lækkun á nýgengi greindra krabbameina á Íslandi í mars, apríl og maí 2020 og má telja líklegt að það hafi verið vegna farsóttarinnar. En vegna aukinnar greiningarvirkni seinni hluta ársins 2020 var uppsafnað nýgengi greindra krabbameina hið sama árið 2020 og meðaltal áranna 2017-2019. Líklegast getum við þakkað það skynsamlegum viðbrögðum stjórnvalda og góðri þátttöku almennings í þeim aðgerðum að faraldrinum var haldið í skefjum. Þar með var samfélaginu gert kleift að bjóða þegnum sínum upp á þá nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu sem þarf til að greina krabbamein tímanlega. Mikilvægt er að við fylgjumst einnig með áhrifum faraldursins og aðgerðum gegn honum á íslenskt samfélag og drögum lærdóm af því fyrir framtíðina.Heildartextann má nálgast hér, á heimasíðu Læknablaðsins en einnig má sjá snarpa samantekt um rannsóknina hér á fréttavef Vísis. 


Fleiri nýjar fréttir

KRA_MM2020_krabb-is_banner-hreyfing_1000x538_at2x

8. apr. 2021 : Mottumarsherferðin frá 2020 tilnefnd til Lúðursins

Mottumarsherferðin frá 2020, þar sem Laddi hvatti þjóðina til að hreyfa sig með dyggri aðstoð góðra manna, hefur verið tilnefnd til Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga í flokki samfélagsauglýsinga. 

Lesa meira
Silla

7. apr. 2021 : „Þetta er ekki aðeins til hins verra.“ Jens Pétur Jensen í Segðu mér á Rás 1

Jens Pétur Jensen fór að finna fyrir óvenjulegum verkjum en hugsaði ekki mikið út í þá. Hann fór sjaldan til læknis og kveinkaði sér aldrei. En þetta var krabbamein. Frá greiningu hefur Jens hins vegar sett sér ákveðin markmið og ákvað að sjá ljósið í myrkrinu. 

Lesa meira
Screen-Shot-2021-03-31-at-11.18.46

31. mar. 2021 : Mataræði skiptir máli - frábær Mexíkó-fiskréttur frá Sigurveigu

Sigurveig Káradóttir er landsþekkt fyrir fádæma góðan smekk og tilþrif við matreiðslu. Hún var svo væn að leyfa okkur að fá afar girnilega uppskrift að Mexíkó-fiskrétti sem væri frábær á föstudaginn langa. 

Lesa meira

28. mar. 2021 : Kastað í lag til stuðnings starfi Krabba­meins­félagsins

„Mig langar til að láta gott af mér leiða og leggja mitt af mörkum til að styðja öflugt starf Krabbameinsfélagsins“ segir Kristján R. Guðnason sem var að gefa út lagið „Lífsins ljós” sem tileinkað er félaginu og starfi þess.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?