Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 29. nóv. 2019

Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

  • Bergljót Inga Kvaran var dregin út í Vinkonuklúbbi Krabbameinsfélagsins og Halla Þorvaldsdóttir afhenti henni verðlaunin.

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

„Ég ætla að bjóða samstarfskonum mínum, hjúkrunarfræðingunum, með mér, því ég var með þeim þegar ég fékk símtalið um að ég hefði verið dregin út,“ segir Bergljót.

Alls skráðu 4.402 konur sig í Vinkonuklúbb Krabbameinsfélagsins , en tilgangur hans er að fá konur til að gerast liðsmenn félagsins í baráttunni gegn krabbameinum og þiggja boð um hagnýtan fróðleik og upplýsingar um viðburði sem félagið hvetur þær til að deila með öðrum.

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins afhenti Bergljótu vinninginn. Og hún hvetur konur til að skrá sig í klúbbinn þótt búið sé að draga: „Allar konur eiga heima í vinkonuklúbbnum og við óskum Bergljótu innilega til hamingju með vinninginn og vonum að hjúkrunarfræðingarnir njóti heimsóknarinnar í Bláa Lónið.“

Í Vinkonuklúbbi Krabbameinsfélagsins í ár er lögð áhersla á að stuðningur skipti máli, enda eru einkennisorð Bleiku slaufunnar í ár „Mundu að þú ert ekki ein.“


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?