Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. feb. 2020

Brýn þörf á að bæta réttarstöðu og þjónustu við börn krabbameinssjúklinga og fjölskyldur þeirra

Lagalegur réttur barna í fjölskyldum þar sem foreldri hefur greinst með krabbamein, hefur verið til rannsóknar síðustu fjögur ár hjá þverfaglegum hópi sérfræðinga.

Hópurinn er á vegum Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd, Krabbameinsfélagsins og Landspítalans. Niðurstöðurnar sýna brýna þörf á að bæta þjónustu við krabbameinssjúklinga og fjölskyldur þeirra og að þjónusta við börn sjúklinga er nánast engin. 

Í fyrstu tveimur hlutum rannsóknarinnar voru tekin rýnihópaviðtöl við hópa fagfólks (15 fagaðila) úr ólíkum faggreinum á krabbameinsdeildum, líknardeild og hjá heimahlynningu. Þá var gerð viðtalsrannsókn þar sem rætt var við eftirlifandi maka, foreldra og barn látna foreldrisins í 15 fjölskyldum. 

„Það er mjög mikilvægt að bæta stöðu þessa hóps eins fljótt og auðið er. Sérstaklega er mikilvægt að koma á stuðningi og þjónustu við börn sjúklinga því áföllin geta haft langvarandi áhrif, en um það snýst framhaldshluti rannsóknarinnar,“ segir dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor, sem stýrir rannsóknarteyminu og er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.

Í þriðja hluta rannsóknarinnar eru könnuð afdrif þeirra sem hafa reynslu af því að missa foreldri í bernsku og markmiðið er að öðlast vitneskju um afleiðingarnar á líf þeirra. Hér er sérstakri athygli beint að skólagöngu, stöðu á vinnumarkaði, fjölskylduhögum og sálfélagslegri líðan og borið saman við þá sem ekki hafa orðið fyrir því áfalli í bernsku að missa foreldri. 

Tilraunaverkefni 

Rannsóknarniðurstöður urðu kveikjan að sex mánaða gæða- og tilraunaverkefni á Landspítalanum sem byggt var á Fjölskyldubrú spítalans. Verkefnið fól í sér fjölskyldustuðning, fræðslufyrirlestra og samtalsmeðferð fyrir foreldra og börn í 22 fjölskyldum. „Tilraunaverkefnið heppnaðist afar vel og við vonumst til að það verði fyrirmynd að bættri þjónustu við fjölskyldur krabbameinssjúklinga á Landspítalanum til framtíðar,“ segir Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu og einn rannsakenda. 

Lagabreytingar 

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna nauðsyn á úrbótum, virkari ferlum og skýrari farvegum, en til þess þyrfti að breyta lögum. Rannsóknarteymið lagði fram breytingartillögur á eftirfarandi sex lögum varðandi réttindi barna sem aðstandenda og öðluðust þær gildi vorið 2019: 

  • Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1991 
  • Lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 
  • Barnalögin nr. 76/2003
  • Lög um leikskóla nr. 90/2008 
  • Lög um grunnskóla nr. 91/2008 
  • Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008 

Í samræmi við þessi nýju lagaákvæði er nú verið að móta nýjar verklagsreglur hjá Heilsugæslu höfuborgarsvæðisins og hjá fagfólki á Landspítalanum varðandi þjónustu við börn krabbameinssjúklinga, meðal annars í samstarfi við Landlæknisembættið. Það sama á við um skóla og félagsþjónustu.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins 2020.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?