Ása Sigríður Þórisdóttir 18. jún. 2020

Tímamót í þjónustu á Austurlandi

  • Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Tímamót verða í þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra á Austurlandi þegar sérstakur ráðgjafi á vegum Krabbameinsfélags Íslands tekur til starfa í fjórðungnum. Formleg undirritun samningsins hefur tafist vegna Covid-19 en í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) samninginn.

Guðjón Hauksson, forstjóri HSA, sagðist fagna því mjög að Krabbameinsfélagið hafi komið að máli við Heilbrigðisstofnunina um þetta mikilvæga og þarfa samstarfsverkefni.

Margrét Helga Ívarsdótti, starfsmaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins á Austurlandi, mun sinna ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi og stuðningi við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra. Heilbrigðisstofnun Austurlands útvegar aðstöðu fyrir starfsmanninn enda afar brýnt að mikil og góð tengsl séu á milli starfsmannsins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sinna heilbrigðishluta meðferðar þeirra sem greinst hafa.

„Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem greinast með krabbamein eigi jafnan aðgang að þjónustu hvar sem þeir búa á landinu. Það er í auknum mæli verið að veita krabbameinsmeðferðir á Austurlandi og því vill Krabbameinsfélagið leggja sitt af mörkum til að tryggja að svipuð þjónusta verði til staðar þar og í Reykjavík og á Akureyri,“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Boðið verður upp á símaráðgjöf alla virka daga milli kl.09-16 í síma 831 1655. Einnig er hægt að bóka viðtöl og senda fyrirspurnir á austur@krabb.is

 

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?