Ása Sigríður Þórisdóttir 18. jún. 2020

Tímamót í þjónustu á Austurlandi

  • Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Tímamót verða í þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra á Austurlandi þegar sérstakur ráðgjafi á vegum Krabbameinsfélags Íslands tekur til starfa í fjórðungnum. Formleg undirritun samningsins hefur tafist vegna Covid-19 en í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) samninginn.

Guðjón Hauksson, forstjóri HSA, sagðist fagna því mjög að Krabbameinsfélagið hafi komið að máli við Heilbrigðisstofnunina um þetta mikilvæga og þarfa samstarfsverkefni.

Margrét Helga Ívarsdótti, starfsmaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins á Austurlandi, mun sinna ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi og stuðningi við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra. Heilbrigðisstofnun Austurlands útvegar aðstöðu fyrir starfsmanninn enda afar brýnt að mikil og góð tengsl séu á milli starfsmannsins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sinna heilbrigðishluta meðferðar þeirra sem greinst hafa.

„Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem greinast með krabbamein eigi jafnan aðgang að þjónustu hvar sem þeir búa á landinu. Það er í auknum mæli verið að veita krabbameinsmeðferðir á Austurlandi og því vill Krabbameinsfélagið leggja sitt af mörkum til að tryggja að svipuð þjónusta verði til staðar þar og í Reykjavík og á Akureyri,“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Boðið verður upp á símaráðgjöf alla virka daga milli kl.09-16 í síma 831 1655. Einnig er hægt að bóka viðtöl og senda fyrirspurnir á austur@krabb.is

 

 


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?