Ása Sigríður Þórisdóttir 18. jún. 2020

Tímamót í þjónustu á Austurlandi

  • Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Tímamót verða í þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra á Austurlandi þegar sérstakur ráðgjafi á vegum Krabbameinsfélags Íslands tekur til starfa í fjórðungnum. Formleg undirritun samningsins hefur tafist vegna Covid-19 en í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) samninginn.

Guðjón Hauksson, forstjóri HSA, sagðist fagna því mjög að Krabbameinsfélagið hafi komið að máli við Heilbrigðisstofnunina um þetta mikilvæga og þarfa samstarfsverkefni.

Margrét Helga Ívarsdótti, starfsmaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins á Austurlandi, mun sinna ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi og stuðningi við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra. Heilbrigðisstofnun Austurlands útvegar aðstöðu fyrir starfsmanninn enda afar brýnt að mikil og góð tengsl séu á milli starfsmannsins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sinna heilbrigðishluta meðferðar þeirra sem greinst hafa.

„Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem greinast með krabbamein eigi jafnan aðgang að þjónustu hvar sem þeir búa á landinu. Það er í auknum mæli verið að veita krabbameinsmeðferðir á Austurlandi og því vill Krabbameinsfélagið leggja sitt af mörkum til að tryggja að svipuð þjónusta verði til staðar þar og í Reykjavík og á Akureyri,“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Boðið verður upp á símaráðgjöf alla virka daga milli kl.09-16 í síma 831 1655. Einnig er hægt að bóka viðtöl og senda fyrirspurnir á austur@krabb.is

 

 


Fleiri nýjar fréttir

13. jan. 2021 : Breytingum á neðri aldursmörkum fyrir brjóstaskimun frestað

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breytingar á neðri mörkum skimunaraldurs fyrir brjóstakrabbameinum verði frestað. Hefja átti boðun í brjóstaskimun um 50 ára aldur, en nú verður horfið aftur til fyrra kerfis, þar sem 40-49 ára konur verða áfram boðaðar. 

Lesa meira

11. jan. 2021 : Fréttatilkynning vegna breytinga á skimunum fyrir krabbameinum

Nýtt fyrirkomulag skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum tók gildi 1. janúar 2021. Krabbameinsfélagið leggur áherslu á virkt samtal við konur og alla þjóðina þegar kemur að skimunum. Skimunaraldri fyrir brjóstakrabbamein hefur verið breytt úr 40-69 í 50-74. 

Lesa meira
Áfengi

8. jan. 2021 : Því minna áfengi, því betra

Metsala var á áfengi í Vínbúðum árið 2020. Jafnvel þótt skýringuna megi finna í færri ferðum á veitingastaði eða Fríhöfnina, er rétt að staldra við og minna á að áfengisneysla er áhættuþáttur þegar kemur að krabbameinum. 

Lesa meira

5. jan. 2021 : Upplýsingar um niðurstöður úr skimun og skimunarsögu

Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var lokað um áramót þegar skimun fyrir krabbameinum færðist til opinberra stofnana, í samræmi við ákvörðun heilbrigðisráðherra frá árinu 2019.


Lesa meira

4. jan. 2021 : Breytt fyrirkomulag skimana 2021

Í samræmi við ákvörðun heilbrigðisráðherra frá árinu 2019 fluttust skimanir fyrir krabbameinum til opinberra stofnana 1. janúar 2021. Upplýsingar um fyrirkomulagið, tímapantanir og fleira má fá hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Lesa meira

Var efnið hjálplegt?