Ása Sigríður Þórisdóttir 18. jún. 2020

Tímamót í þjónustu á Austurlandi

  • Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Tímamót verða í þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra á Austurlandi þegar sérstakur ráðgjafi á vegum Krabbameinsfélags Íslands tekur til starfa í fjórðungnum. Formleg undirritun samningsins hefur tafist vegna Covid-19 en í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) samninginn.

Guðjón Hauksson, forstjóri HSA, sagðist fagna því mjög að Krabbameinsfélagið hafi komið að máli við Heilbrigðisstofnunina um þetta mikilvæga og þarfa samstarfsverkefni.

Margrét Helga Ívarsdótti, starfsmaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins á Austurlandi, mun sinna ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi og stuðningi við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra. Heilbrigðisstofnun Austurlands útvegar aðstöðu fyrir starfsmanninn enda afar brýnt að mikil og góð tengsl séu á milli starfsmannsins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sinna heilbrigðishluta meðferðar þeirra sem greinst hafa.

„Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem greinast með krabbamein eigi jafnan aðgang að þjónustu hvar sem þeir búa á landinu. Það er í auknum mæli verið að veita krabbameinsmeðferðir á Austurlandi og því vill Krabbameinsfélagið leggja sitt af mörkum til að tryggja að svipuð þjónusta verði til staðar þar og í Reykjavík og á Akureyri,“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Boðið verður upp á símaráðgjöf alla virka daga milli kl.09-16 í síma 831 1655. Einnig er hægt að bóka viðtöl og senda fyrirspurnir á austur@krabb.is

 

 


Fleiri nýjar fréttir

4. ágú. 2020 : Reykjavíkur­maraþoni Íslands­banka aflýst

Góðgerðarfélögin munu halda sínum áheitum þó svo að hlaupið fari ekki fram. Leitað er leiða til að halda söfnuninni áfram og verður upplýsingum þar að lútandi komið á framfæri á næstu dögum.

Lesa meira

30. júl. 2020 : Notum andlits­grímur í heimsókn á Leitar­stöðina

Þeim sem heimsækja Leitarstöðina ber að nota andlitsgrímur við skimunina. 

Lesa meira

6. júl. 2020 : Krabbamein fer ekki í frí

Vitundarvakning Krafts sem snýr að því að kynna fólki opnunartíma þjónustuaðila sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þar sem starfsemi og þjónusta getur oft verið minni yfir sumartímann.

Lesa meira

6. júl. 2020 : Sumaropnun hjá Ráðgjafarþjónustunni

Breyting á opnunartíma í júlí hjá Ráðgjafarþjónustunni í Reykjavík og á landsbyggðinni: Akureyri, Austurlandi, Selfossi og Suðurnesjum.

Lesa meira

6. júl. 2020 : Leitarstöð Krabbameinsfélagsins

Leitarstöðin verður lokuð vegna sumarfría frá og til 7. júlí - 3. ágúst.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?