Ása Sigríður Þórisdóttir 9. jún. 2020

Áttavitinn - rannsókn á reynslu fólks sem greinst hefur með krabbamein

Í morgun var rannsókninni Áttavitanum hleypt af stokkunum. Rannsóknin sem er á vegum Krabbameinsfélagsins hefur það að markmiði að rannsaka reynslu þeirra sem greinst hafa með krabbamein af greiningar- og meðferðarferlinu.

Áttavitinn er rannsókn á vegum Krabbameinsfélagsins sem einstaklingum, sem greindust með krabbamein á árunum 2015 – 2019 og voru á aldrinum 18 – 80 ára, býðst að taka þátt í. Markmiðið er að rannsaka reynslu þeirra af greiningar- og meðferðarferlinu.

Það er von okkar að niðurstöður rannsóknarinnar geti stutt við vinnu Krabbameinsfélagsins að bættum aðstæðum þeirra sem greinast með krabbamein, þar sem þær munu gefa góða innsýn í hvernig þörfum þeirra sem greinast er mætt og hvort og hvar úrbóta er þörf. Rannsóknin mun einnig varpa ljósi á andlega og líkamlega heilsu þeirra og getur þannig leitt til betri stuðnings við þá sem greinast með krabbamein.

Spurningalistinn sem notaður er í Áttavitanum er byggður á rannsókn danska krabbameinsfélags en aðlagaður að íslenskum aðstæðum. Rannsóknin er unnin í samstarfi ýmissa vísindamanna innan Krabbameinsfélagsins, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Maskínu og Taktikal.

Ef þú hefur spurningar um rannsóknina þá getur þú sent póst á netfangið: attavitinn@krabb.is eða hringt í síma 835 4040.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?