Ása Sigríður Þórisdóttir 9. jún. 2020

Áttavitinn - rannsókn á reynslu fólks sem greinst hefur með krabbamein

Í morgun var rannsókninni Áttavitanum hleypt af stokkunum. Rannsóknin sem er á vegum Krabbameinsfélagsins hefur það að markmiði að rannsaka reynslu þeirra sem greinst hafa með krabbamein af greiningar- og meðferðarferlinu.

Áttavitinn er rannsókn á vegum Krabbameinsfélagsins sem einstaklingum, sem greindust með krabbamein á árunum 2015 – 2019 og voru á aldrinum 18 – 80 ára, býðst að taka þátt í. Markmiðið er að rannsaka reynslu þeirra af greiningar- og meðferðarferlinu.

Það er von okkar að niðurstöður rannsóknarinnar geti stutt við vinnu Krabbameinsfélagsins að bættum aðstæðum þeirra sem greinast með krabbamein, þar sem þær munu gefa góða innsýn í hvernig þörfum þeirra sem greinast er mætt og hvort og hvar úrbóta er þörf. Rannsóknin mun einnig varpa ljósi á andlega og líkamlega heilsu þeirra og getur þannig leitt til betri stuðnings við þá sem greinast með krabbamein.

Spurningalistinn sem notaður er í Áttavitanum er byggður á rannsókn danska krabbameinsfélags en aðlagaður að íslenskum aðstæðum. Rannsóknin er unnin í samstarfi ýmissa vísindamanna innan Krabbameinsfélagsins, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Maskínu og Taktikal.

Ef þú hefur spurningar um rannsóknina þá getur þú sent póst á netfangið: attavitinn@krabb.is eða hringt í síma 835 4040.


Fleiri nýjar fréttir

30. sep. 2020 : Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir

Í dag, fimmtudaginn 1. október, hefst Bleika slaufan árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Allur ágóði Bleiku slaufunnar í ár rennur til krabbameinsrannsókna.

Lesa meira

26. sep. 2020 : Við erum tilbúin að mæta nýjum áskorunum með nýjum leiðum

„Nýjar áskoranir – nýjar leiðir” var yfirskrift blaðs Krabbameinsfélagins sem kom út um síðustu áramót. 

Lesa meira

25. sep. 2020 : Rannsókn: Vaxtarhraði á unglingsárum og mataræði á lífsleiðinni

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna. Helstu áhættuþættir tengjast æxlunarþáttum en einnig hreyfingu, áfengisneyslu og líkamsþyngd. 

Lesa meira

25. sep. 2020 : Framför endurreist

Nú er unnið að því að endurvekja starfsemi Framfarar, samtaka manna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. 

Lesa meira

25. sep. 2020 : Viðtal hjá lækni - Hvernig er það best nýtt?

Með undirbúningi fyrir viðtal hjá lækni aukast líkur á því að viðtalið sé gagnlegt jafnt fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein, aðstandendur þess og heilbrigðisstarfsfólk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?