Ása Sigríður Þórisdóttir 20. des. 2023

Átt þú miða? Dregið á aðfangadag

Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna. Vinningarnir eru skattfrjálsir. Vinningsnúmer verða birt á heimasíðu Krabbameinsfélagsins síðdegis þann 27. desember og í Morgunblaðinu þann 28. desember. Sölu lýkur kl.12:00 þann 24. desember.

Í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins fá konur senda happdrættismiða. Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna. 

  • Aðalvinningurinn, að verðmæti 4.790.000 krónur, er 100% rafmagnaður ORA frá bílaumboðinu Heklu.
  • Þrír vinningar eru greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti ein milljón króna.
  • Tuttugu vinningar eru Trek rafmagnshjól Allant+7, hvert að verðmæti um 530 þúsund krónur.
  • Tíu vinningar eru golf PowaKaddy rafmagnskerrur, hver að verðmæti um 190 þúsund krónur.
  • Þrjátíu vinningar eru úttektir frá Fjallakofanum, hver að verðmæti 100.000 krónur.
  • Vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 200 þúsund krónur, eru 100 talsins.
  • Einnig eru 120 vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100 þúsund krónur.

Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 24. desember. Sölu lýkur kl. 12:00 þann 24. desember.

Krabbameinsfélagið hvetur stuðningsmenn sína til að bregðast vel við og kaupa heimsenda miða. Einnig eru miðar til sölu í vefverslun Krabbameinsfélagsins og í afgreiðslu félagsins Skógarhlíð 8. Vekjum sérstaka athygli á að opið verður í vefverslun og afgreiðslu á Þorláksmessu frá 10:00 - 16:00 og aðfangadag frá kl. 09:00 til kl. 12:00.

Vinningsnúmer verða birt á krabb.is síðdegis þann 27. desember og í Morgunblaðinu þann 28. desember.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?