Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. jan. 2020

Ástin í skugga krabbameina

Samband para er eins og lítið vistkerfi og þegar krabbamein greinist hefur það áhrif á allt kerfið. Áslaug Kristjánsdóttir skrifar í Blað Krabbameinsfélagsins.

Jafnvel bestu ástarsambönd heimsins verða fyrir áhrifum þegar annar makinn veikist. Sum sambönd styrkjast en önnur þola illa álagið. Fólk tekst á við veikindin á ólíkan hátt. Sem dæmi má nefna: 

  • Annar er uppfullur af bjartsýni á meðan hinn sér allt svart. 
  • Annar vill vita allt um krabbamein, meðferðir og lífslíkur á meðan hinn vill vita sem minnst. 
  • Öðrum finnst auðveldara að ræða tilfinningar og biðja um aðstoð en hinum. 

Ef parinu tekst að sjá þessi ólíkindi sem kost og nýta sér það, gengur því betur að takast á við veikindin en ef það sér það sem endalausa hindrun að vera ekki sammála um allt. Ef fólk hefur áður náð að höndla álag vel, mun því líklega ganga betur að komast saman í gegnum krabbameinsgreiningu, meðferð og endurhæfingu. 

Hlutverk geta breyst í veikindum 

Hluti af því að parasambönd gangi vel er verkaskipting parsins. Verkaskiptingin er yfirleitt skýr, þótt hún sé ekki endilega rædd og eftir smá tíma í sambandi finnur fólk þann takt sem því hentar. Þegar krabbamein kemur hins vegar inn í parasamband, þá breytast hlutverkin og ábyrgð frá því sem áður var. Sá sem er í krabbameinsmeðferð eða endurhæfingu hefur oftar en ekki minni orku til að sinna öllum þeim hlutverkum sem hann gerði áður. Því getur fylgt mikið álag að missa hlutverk eða að taka á sig meiri vinnu á heimili eða utan þess og getur reynst erfitt fyrir parasambandið,“ segir Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur. 

Þegar pör eru undir álagi reynir á samskiptafærni þeirra. Pör þurfa oftar en ekki að læra muninn á því að hlusta og ráðleggja. Það er hjálplegt að fá maka til að ljá eyra og sýna hluttekningu, en það getur valdið pirringi ef makinn er stöðugt að reyna að bjarga með ráðleggingum. Þegar fólk er í því að reyna bjarga, þá hættir það oftast að hlusta því það er svo upptekið af því að finna réttu leiðina. Það þarf líka að vera svigrúm innan sambandsins til þess að sýna neikvæðar tilfinningar eða brotna niður án þess að makinn fari inn í tilfinninguna og brotni líka niður. Það má brotna niður í sambandi, en það þarf að skiptast á, því hinn þarf að vera til staðar og styðja.

--------------

Í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagins er boðið upp á para- og kynlífsráðgjöf sem miðar að því að aðstoða pör og einstaklinga við að takast á við krabbamein og kenna hjálplegar leiðir til þess að styrkja ástina á álagstímum.

Áslaug Kristjánsdóttir, veitir ráðgjöf um ástina, sambönd og kynlíf hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Hægt er að panta tíma á radgjof@krabb.is og í síma 800 4040.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins 2020.

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?