Alþjóðlegi Krabbameinsdagurinn 2017
Alþjóðakrabbameinssamtökin (UICC) hafa valið 4. febrúar ár hvert til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini. Nú deyja rúmlega átta milljónir manna í heiminum á ári af völdum krabbameins.
Samtökin hafa í tilefni þessa dags í ár ákveðið að vekja athygli á heilbrigðum lífsháttum, skipulegri leit að krabbameini, að meðferð verði í boði fyrir alla og að lífsgæði fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur verði tryggð.
Skoðaðu greinar sem Krabbameinsfélagið í samvinnu við fagdeild krabbameins hjúkrunarfræðinga skrifuðu og voru birtar í Fréttablaðinu í tengslum við Alþjóðalega Krabbameinsdaginn 2016 undir merkjum "Við getum - ég get" hér.
Kynntu þér nánari upplýsingar um vefsíðu samtakanna á worldcancerday.org.
