Ása Sigríður Þórisdóttir 4. mar. 2022

Alþjóðlegi HPV-dagurinn er í dag

HPV-bólusetningar draga verulega úr áhættu á leghálskrabbameini en einnig ætti að þiggja boð í skimun.

Til eru margar tegundir HPV-veira (Human Papilloma Virus) og geta ákveðnar tegundir sem berast milli einstaklinga með kynlífi valdið frumubreytingum sem geta þróast yfir í krabbamein.  

HPV-sýkingar eru mjög algengar, sérstaklega hjá ungu fólki sem lifir virku kynlífi og ganga þær í langflestum tilvikum til baka af sjálfu sér. Í sumum tilfellum verður sýking hinsvegar viðvarandi og þá geta frumubreytingar þróast yfir í krabbamein. Algengast er að þetta gerist í leghálsi en einnig eru tilfelli þar sem HPV-sýkingar valda krabbameini í öðrum líkamshlutum t.d. í ytri kynfærum kvenna og karla, endaþarmi, munnholi og hálsi.  

Svör við algengum spurningum um HPV-veirur 

Nær öll tilfelli (>99%) leghálskrabbameina orsakast af HPV-veirum. Frá árinu 2011 hefur 12 ára stúlkum á Íslandi boðist bólusetning gegn tveimur tegundum HPV sem valda um 70% leghálskrabbameina og er þetta hluti af almennum bólusetningum og fer fram í skólum. Þátttaka er mjög góð.  

Bólusetningin veitir góða vörn og því ljóst að mikið mun draga úr tilfellum leghálskrabbameins eftir því sem fleiri árgangar bólusettra stúlkna vaxa úr grasi.  

Ekki má þó gleyma að HPV-bólusetningin veitir ekki fullkomna vörn og því er bólusettum konum ráðlagt að þiggja einnig boð í leghálsskimun sem berast með skipulögðum hætti frá 23 ára aldri.  

Árið 2020 setti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) af stað alþjóðlegt átak sem miðar að því á heimsvísu að útrýma nær alveg leghálskrabbameini með víðtækum HPV-bólusetningum, skimunum og meðferð við leghálskrabbameini á forstigum.  

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?