Guðmundur Pálsson 6. apr. 2018

Vinningshafi jólahappdrættis fékk afhentan Volkswagen Golf

  • Við afhendingu vinningsins. Á myndinni eru Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, vinningshafinn Jensína Jónsdóttir og Hallgrímur Andri Jóhannsson sölumaður hjá Heklu.

Reykvíkingurinn Jensína Jónsdóttir datt í lukkupottinn þegar miði hennar var dreginn út í jólahappdrætti Krabbameins­félagsins 2017. Verðlaunagripinn, splunkunýjan Volkswagen Golf, fékk hún nýlega afhentan, en andvirði hans er um fimm milljónir króna.

Þetta var einn af 279 skattfrjálsum vinningum í happdrættinu. Jensína átti erfitt með að trúa sínum eigin augum þegar hún sá vinningaskránna. Hún ákvað strax þegar greiðsluseðilinn barst til hennar með tveimur happdrættismiðanúmerum að þessa miða ætlaði hún að greiða til minningar um bræður sína. Báðir bræður Jensínu létust af völdum krabbameins, annar árið 2014 og hinn árið 2016. Þeir voru báðir bifvélavirkjar og höfðu alltaf verið henni innan handar með bílamál. Með nýja vinningsbílnum þyrfti hún ekki að hafa áhyggjur af viðgerðum á næstu árum.

Tekjum af happdrætti Krabbameinsfélagsins hefur fyrst og fremst verið varið til fræðslu um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfu fræðslurita og stuðnings við krabbameinssjúklinga. Stuðningur við happdrættið hefur gert félaginu kleift að halda uppi öflugu fræðslustarfi í þágu þjóðarinnar. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur umsjón með framkvæmd og rekstri happ­drættis Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélagið vill þakka landsmönnum fyrir góðan stuðning í jólahappdrættinu, óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með vinningana og bílaumboðinu Heklu fyrir mjög gott samstarf. 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?