Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 17. feb. 2017

Afhending bíls í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins 2016

  • Við afhendingu vinningsins á Akureyri. Á myndinni eru vinningshafinn Eydís Ágústa Jóhannesdóttir og Ingimundur Ingimundarsson sölumaður hjá Höldur bílasölu, umboðsaðila Bílaumboðsins Öskju á Akureyri.

Akureyringurinn Eydís Ágústa Jóhannesdóttir, heppinn greiðandi miða í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins 2016, fékk nýlega afhentan nýjan KIA cee´d Sportswagon, að andvirði um 3,1 milljónir króna. Þetta var einn af 226 skattfrjálsum vinningum í happdrættinu. Eydís átti erfitt með að trúa sínum eigin augum þegar hún sá vinningaskránna og þótti öruggara að hringja og fá það staðfest og hvort nokkur möguleiki væri að um prentvillu væri að ræða.

Tekjum af happdrætti Krabbameinsfélagsins hefur fyrst og fremst verið varið til fræðslu um krabbamein og krabbameins¬varnir, útgáfu fræðslurita og stuðnings við krabbameinssjúklinga. Stuðningur við happdrættið hefur gert félaginu kleift að halda uppi öflugu fræðslustarfi í þágu þjóðarinnar. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur umsjón með framkvæmd og rekstri happdrættis Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélagið vill þakka landsmönnum fyrir góðan stuðning í jólahappdrættinu, óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinningana og Bílaumboðinu Öskju fyrir mjög gott samstarf. 


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?