Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 17. feb. 2017

Afhending bíls í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins 2016

  • Við afhendingu vinningsins á Akureyri. Á myndinni eru vinningshafinn Eydís Ágústa Jóhannesdóttir og Ingimundur Ingimundarsson sölumaður hjá Höldur bílasölu, umboðsaðila Bílaumboðsins Öskju á Akureyri.

Akureyringurinn Eydís Ágústa Jóhannesdóttir, heppinn greiðandi miða í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins 2016, fékk nýlega afhentan nýjan KIA cee´d Sportswagon, að andvirði um 3,1 milljónir króna. Þetta var einn af 226 skattfrjálsum vinningum í happdrættinu. Eydís átti erfitt með að trúa sínum eigin augum þegar hún sá vinningaskránna og þótti öruggara að hringja og fá það staðfest og hvort nokkur möguleiki væri að um prentvillu væri að ræða.

Tekjum af happdrætti Krabbameinsfélagsins hefur fyrst og fremst verið varið til fræðslu um krabbamein og krabbameins¬varnir, útgáfu fræðslurita og stuðnings við krabbameinssjúklinga. Stuðningur við happdrættið hefur gert félaginu kleift að halda uppi öflugu fræðslustarfi í þágu þjóðarinnar. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur umsjón með framkvæmd og rekstri happdrættis Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélagið vill þakka landsmönnum fyrir góðan stuðning í jólahappdrættinu, óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinningana og Bílaumboðinu Öskju fyrir mjög gott samstarf. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?