Ása Sigríður Þórisdóttir 6. maí 2020

Aðalfundardagur Krabbameinsfélags Íslands

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins verður haldinn laugardaginn 6. júní 2020 í húsnæði félagsins Skógarhlíð 8.

.

Kl.09:30     Morgunverður

Kl.10-12     Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins:

       1. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár
       2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
       3. Skýrslur aðildarfélaga
       4. Lagabreytingar
       5. Stjórnarkjör
       6. Tveir endurskoðendur kosnir og einn til vara
       7. Fimm menn kosnir í uppstillingarnefnd
       8. Önnur mál

Kl 12-13     Hádegisverður

Kl 13-15     Formannafundur
Nýjar áskoranir - nýjar leiðir

  • Þátttökurétt á formannafundi hafa formenn félaga (eða staðgenglar þeirra) aukeinsstarfsmannsfélags, þegar það á við, ásamt stjórn Krabbameinsfélags Íslands, framkvæmdastjóraogstarfsmanna,eftir atvikum.
  • Hverju starfandi aðildarfélagi er heimilt að senda einn fulltrúa á aðalfund fyrir hverja 200 félagsmenn, eða brot úr þeim fjölda, þó aldrei fleiri en sex fulltrúa. Jafnframt hafa stjórnarmenn Krabbameinsfélags Íslands fulltrúarétt á aðalfundi. Starfsmenn félagsins geta tekið þátt í fundinum sem áheyrnarfulltrúar.

Fleiri nýjar fréttir

_C3A0757_minni

22. jan. 2021 : Lífið er núna - vitundarvakning of fjáröflun Krafts

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, verður með vitundarvakningu og fjáröflunarherferð dagana 21. janúar til 4. febrúar. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið.  

Lesa meira

21. jan. 2021 : Mottukeppnin snýr aftur

Mottumars er handan við hornið og í ár ætlar Krabbameinsfélagið að endurvekja Mottukeppnina. Nú söfnum við í góða mottu og kætum maka okkar og vini en söfnum um leið áheitum fyrir góðu málefni. 

Lesa meira

13. jan. 2021 : Breytingum á neðri aldursmörkum fyrir brjóstaskimun frestað

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breytingar á neðri mörkum skimunaraldurs fyrir brjóstakrabbameinum verði frestað. Hefja átti boðun í brjóstaskimun um 50 ára aldur, en nú verður horfið aftur til fyrra kerfis, þar sem 40-49 ára konur verða áfram boðaðar. 

Lesa meira

11. jan. 2021 : Fréttatilkynning vegna breytinga á skimunum fyrir krabbameinum

Nýtt fyrirkomulag skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum tók gildi 1. janúar 2021. Krabbameinsfélagið leggur áherslu á virkt samtal við konur og alla þjóðina þegar kemur að skimunum. Skimunaraldri fyrir brjóstakrabbamein hefur verið breytt úr 40-69 í 50-74. 

Lesa meira
Áfengi

8. jan. 2021 : Því minna áfengi, því betra

Metsala var á áfengi í Vínbúðum árið 2020. Jafnvel þótt skýringuna megi finna í færri ferðum á veitingastaði eða Fríhöfnina, er rétt að staldra við og minna á að áfengisneysla er áhættuþáttur þegar kemur að krabbameinum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?