Ása Sigríður Þórisdóttir 23. feb. 2022

Að eiga mömmu eða pabba með krabba

Valdimar Högni Róbertsson er átta ára drengur sem vinnur að útvarpsþáttum á Rúv fyrir börn sem eiga foreldra með krabbamein. Tilganginn segir hann vera til að fræða sig og hlustendur um sjúkdóminn og afleiðingar hans.

Þegar Valdimar Högni fékk þær fréttir að faðir hans, Róbert Jóhannsson fréttamaður og þjálfari, hafi greindist með krabbamein í byrjun nóvember sl., fékk hann þá hugmynd að gera hlaðvarpsþátt til þess að fræða sig og hlustendur sína um sjúkdóminn og afleiðingar hans. Þættirnir heita Að eiga mömmu eða pabba með krabba.

Valdimar Högni hefur þegar sent frá sér fimm þætti en gert er ráð fyrir að þeir verði sex talsins. Hann segir að sér líði betur eftir því sem líður á þáttagerðina. „Það er þægilegra núna að vita um krabbameinið,“ segir hann en honum var illa brugðið þegar faðir hans greindist með sjúkdóminn og fannst ekki nægilegar upplýsingar aðgengilegar fyrir börn.

Að spurður telur Valdimar Högni líklegt að hann vilji feta í fótspor föður síns í framtíðinni og verða fréttamaður. Honum finnst verkefnið krefjandi en erfiðast sé að vera inni í stúdíóinu en skemmtilegast að geta lært.

Tilgangur Valdimars Högna með þáttunum er fyrst og fremst að hjálpa sjálfum sér og öðrum krökkum í sömu stöðu. Í gegnum gerð þáttanna hefur hann lært að það sé hægt að læknast af krabbameini og að hafi verið hættulegra að greinast með krabbamein í gamla daga.

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins kíkti í þáttinn til Valdimars Högna þann 8. febrúar sl. og ræddi við þennan flotta útvarpsmann um Krabbameinsfélagið og starfsemi félagsins. Viðtalið við Höllu hefst á 06:50 mínútu.

https://www.ruv.is/krakkaruv/spila/ad-eiga-mommu-eda-pabba-med-krabba/32709/9ntvqj

Heimild:

  • Ég var mjög leiður og grét dag eftir dag. 31.01.2022 (https://www.ruv.is/frett/2022/01/31/eg-var-mjog-leidur-og-gret-dag-eftir-dag?).
  • Að eiga mömmu eða pabba með krabbamein (https://www.ruv.is/utvarp/spila/ad-eiga-mommu-eda-pabba-med-krabba/32709/).


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?