Ása Sigríður Þórisdóttir 23. feb. 2022

Að eiga mömmu eða pabba með krabba

Valdimar Högni Róbertsson er átta ára drengur sem vinnur að útvarpsþáttum á Rúv fyrir börn sem eiga foreldra með krabbamein. Tilganginn segir hann vera til að fræða sig og hlustendur um sjúkdóminn og afleiðingar hans.

Þegar Valdimar Högni fékk þær fréttir að faðir hans, Róbert Jóhannsson fréttamaður og þjálfari, hafi greindist með krabbamein í byrjun nóvember sl., fékk hann þá hugmynd að gera hlaðvarpsþátt til þess að fræða sig og hlustendur sína um sjúkdóminn og afleiðingar hans. Þættirnir heita Að eiga mömmu eða pabba með krabba.

Valdimar Högni hefur þegar sent frá sér fimm þætti en gert er ráð fyrir að þeir verði sex talsins. Hann segir að sér líði betur eftir því sem líður á þáttagerðina. „Það er þægilegra núna að vita um krabbameinið,“ segir hann en honum var illa brugðið þegar faðir hans greindist með sjúkdóminn og fannst ekki nægilegar upplýsingar aðgengilegar fyrir börn.

Að spurður telur Valdimar Högni líklegt að hann vilji feta í fótspor föður síns í framtíðinni og verða fréttamaður. Honum finnst verkefnið krefjandi en erfiðast sé að vera inni í stúdíóinu en skemmtilegast að geta lært.

Tilgangur Valdimars Högna með þáttunum er fyrst og fremst að hjálpa sjálfum sér og öðrum krökkum í sömu stöðu. Í gegnum gerð þáttanna hefur hann lært að það sé hægt að læknast af krabbameini og að hafi verið hættulegra að greinast með krabbamein í gamla daga.

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins kíkti í þáttinn til Valdimars Högna þann 8. febrúar sl. og ræddi við þennan flotta útvarpsmann um Krabbameinsfélagið og starfsemi félagsins. Viðtalið við Höllu hefst á 06:50 mínútu.

https://www.ruv.is/krakkaruv/spila/ad-eiga-mommu-eda-pabba-med-krabba/32709/9ntvqj

Heimild:

  • Ég var mjög leiður og grét dag eftir dag. 31.01.2022 (https://www.ruv.is/frett/2022/01/31/eg-var-mjog-leidur-og-gret-dag-eftir-dag?).
  • Að eiga mömmu eða pabba með krabbamein (https://www.ruv.is/utvarp/spila/ad-eiga-mommu-eda-pabba-med-krabba/32709/).


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?