Ása Sigríður Þórisdóttir 23. feb. 2022

Að eiga mömmu eða pabba með krabba

Valdimar Högni Róbertsson er átta ára drengur sem vinnur að útvarpsþáttum á Rúv fyrir börn sem eiga foreldra með krabbamein. Tilganginn segir hann vera til að fræða sig og hlustendur um sjúkdóminn og afleiðingar hans.

Þegar Valdimar Högni fékk þær fréttir að faðir hans, Róbert Jóhannsson fréttamaður og þjálfari, hafi greindist með krabbamein í byrjun nóvember sl., fékk hann þá hugmynd að gera hlaðvarpsþátt til þess að fræða sig og hlustendur sína um sjúkdóminn og afleiðingar hans. Þættirnir heita Að eiga mömmu eða pabba með krabba.

Valdimar Högni hefur þegar sent frá sér fimm þætti en gert er ráð fyrir að þeir verði sex talsins. Hann segir að sér líði betur eftir því sem líður á þáttagerðina. „Það er þægilegra núna að vita um krabbameinið,“ segir hann en honum var illa brugðið þegar faðir hans greindist með sjúkdóminn og fannst ekki nægilegar upplýsingar aðgengilegar fyrir börn.

Að spurður telur Valdimar Högni líklegt að hann vilji feta í fótspor föður síns í framtíðinni og verða fréttamaður. Honum finnst verkefnið krefjandi en erfiðast sé að vera inni í stúdíóinu en skemmtilegast að geta lært.

Tilgangur Valdimars Högna með þáttunum er fyrst og fremst að hjálpa sjálfum sér og öðrum krökkum í sömu stöðu. Í gegnum gerð þáttanna hefur hann lært að það sé hægt að læknast af krabbameini og að hafi verið hættulegra að greinast með krabbamein í gamla daga.

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins kíkti í þáttinn til Valdimars Högna þann 8. febrúar sl. og ræddi við þennan flotta útvarpsmann um Krabbameinsfélagið og starfsemi félagsins. Viðtalið við Höllu hefst á 06:50 mínútu.

https://www.ruv.is/krakkaruv/spila/ad-eiga-mommu-eda-pabba-med-krabba/32709/9ntvqj

Heimild:

  • Ég var mjög leiður og grét dag eftir dag. 31.01.2022 (https://www.ruv.is/frett/2022/01/31/eg-var-mjog-leidur-og-gret-dag-eftir-dag?).
  • Að eiga mömmu eða pabba með krabbamein (https://www.ruv.is/utvarp/spila/ad-eiga-mommu-eda-pabba-med-krabba/32709/).


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?