Ása Sigríður Þórisdóttir 30. mar. 2022

70 andlit í 70 ár - Sóley Kristjánsdóttir

Sóley Kristjánsdóttir greindist með krabbamein árið 2017 þá 37 ára og hafði aldrei orðið veik, var með tvö lítil börn og hélt að ekkert gæti komið fyrir sig. Greiningin kom henni mjög mikið á óvart.

Sóley segir orðið krabbamein ótrúlega gildishlaðið, stórt og mikið orð og við greininguna  fattar maður að maður sé dauðlegur.

Sóley ákvað að fara í veikindaleyfi í hálft ár meðan hún væri að ganga í gegnum meðferðina. Hún ákvað að snúa þessu upp í að reyna að gera eitthvað fyrir sig á þessum tíma. Gerði sér alls konar plön um hvað hana langaði að gera og læra hún reyndi að gera þetta að skemmtilegu tímabili eins asnalega og það hljómar. Þegar hún hugsa til baka er þetta ekki bara hræðilegt því hún gerði svo mikið af góðum hlutum sem sitja eftir.

https://www.youtube.com/watch?v=eszaV9zmoDs

Sóley Kristjánsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á Instagram og Facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?