Ása Sigríður Þórisdóttir 24. maí 2022

70 andlit fyrir 70 ár - Ólafur Bjarnason

Ólafur Bjarnason prófessor var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1973 til 1979 en hafði verið í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1949 og í undirbúningsnefnd að stofnun þess félags. 

Ólafur sagði frá því í viðtali löngu síðar að viðhorfið til krabbameins um miðja tuttugustu öld hefði einkennst af hræðslu og vonleysi, almenningur hefði talið það jafngilda dauðadómi að greinast með krabbamein og það mátti helst ekki tala um það.

Auk stjórnarformennsku í Krabbameinsfélagi Íslands var Ólafur forstöðumaður Krabbameinsskrár félagsins frá upphafi, 1954, og í rúma tvo áratugi og ritstjóri og ábyrgðarmaður Fréttabréfs um heilbrigðismál frá 1976 til 1985.

Ólafur var fæddur á Akranesi 2. mars 1914, sonur Bjarna Ólafssonar skipstjóra og útgerðarmanns og Elínar Ásmundsdóttur, og dó 5. apríl 2004, 90 ára. Kona hans var Margrét Jóhannesdóttir og áttu þau þrjár dætur.

Hann lauk lækanámi 1940 og fékk sérfræðiviðurkenningu í meinafræði 1953. Var læknir á Rannsóknastofu Háskóla Íslands í meinafræði og sýklafræði og yfirlæknir þar frá 1960 til 1984 og jafnframt prófessor við Háskóla Íslands. Árið 1963 lauk Ólafur doktorsprófi frá Háskóla Íslands. Um skeið var hann formaður Læknafélags Íslands, ritstjóri Læknablaðsins, deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands og forseti Vísindafélags Íslendinga.

„Í veganesti fékk hann góðar gáfur og námshæfileika, sem gerðu honum kleift að afla sér bestu menntunar í þeirri grein sem hann kaus að gera að lífsstarfi sínu,“ sagði Sigurður Björnsson læknir. „Ólafur var ótvírætt í framvarðasveit þeirra lækna er ruddu vísindalegri læknisfræði braut hér á landi,“ sagði Þorkell Jóhannesson prófessor. „Öll hans störf einkenndust af nákvæmni og vandvirkni og hann lét ekkert frá sér fara fyrr en hann var sáttur við niðurstöðuna,“ sagði Jónas Hallgrímsson prófessor.

Bjarni Bjarnason er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021-2022. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?