Ása Sigríður Þórisdóttir 24. maí 2022

70 andlit fyrir 70 ár - Ólafur Bjarnason

Ólafur Bjarnason prófessor var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1973 til 1979 en hafði verið í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1949 og í undirbúningsnefnd að stofnun þess félags. 

Ólafur sagði frá því í viðtali löngu síðar að viðhorfið til krabbameins um miðja tuttugustu öld hefði einkennst af hræðslu og vonleysi, almenningur hefði talið það jafngilda dauðadómi að greinast með krabbamein og það mátti helst ekki tala um það.

Auk stjórnarformennsku í Krabbameinsfélagi Íslands var Ólafur forstöðumaður Krabbameinsskrár félagsins frá upphafi, 1954, og í rúma tvo áratugi og ritstjóri og ábyrgðarmaður Fréttabréfs um heilbrigðismál frá 1976 til 1985.

Ólafur var fæddur á Akranesi 2. mars 1914, sonur Bjarna Ólafssonar skipstjóra og útgerðarmanns og Elínar Ásmundsdóttur, og dó 5. apríl 2004, 90 ára. Kona hans var Margrét Jóhannesdóttir og áttu þau þrjár dætur.

Hann lauk lækanámi 1940 og fékk sérfræðiviðurkenningu í meinafræði 1953. Var læknir á Rannsóknastofu Háskóla Íslands í meinafræði og sýklafræði og yfirlæknir þar frá 1960 til 1984 og jafnframt prófessor við Háskóla Íslands. Árið 1963 lauk Ólafur doktorsprófi frá Háskóla Íslands. Um skeið var hann formaður Læknafélags Íslands, ritstjóri Læknablaðsins, deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands og forseti Vísindafélags Íslendinga.

„Í veganesti fékk hann góðar gáfur og námshæfileika, sem gerðu honum kleift að afla sér bestu menntunar í þeirri grein sem hann kaus að gera að lífsstarfi sínu,“ sagði Sigurður Björnsson læknir. „Ólafur var ótvírætt í framvarðasveit þeirra lækna er ruddu vísindalegri læknisfræði braut hér á landi,“ sagði Þorkell Jóhannesson prófessor. „Öll hans störf einkenndust af nákvæmni og vandvirkni og hann lét ekkert frá sér fara fyrr en hann var sáttur við niðurstöðuna,“ sagði Jónas Hallgrímsson prófessor.

Bjarni Bjarnason er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021-2022. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?