Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 31. maí 2016

Umbúðir á sígarettum sem fæla frá sér

Höfundur: Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins

Á hverjum einasta degi bætast um tveir táningar í hóp reykingamanna hér á landi og gróflega áætlað reykja daglega um 3.000 einstaklingar sem eru á grunn- og framhaldsskólaaldri. Miðað við fjölda barna sem reykir þá erum við ekki að standa okkur í að halda sígarettum frá börnunum. Við þurfum að gera betur.

Um 90% þeirra sem reykja byrjuðu fyrir tvítugt, þ.e. á táningsaldri. Heili táninga er enn að taka út þroska og því viðkvæmari fyrir áhrifum sígaretta. Táningar eru þannig líklegri til að verða háðir sígarettum en fólk sem byrjar að fikta eftir tvítugt. Því er gríðarlega mikill ávinningur að finna nýjar leiðir til að koma í veg fyrir að táningar byrji að fikta við þessa skaðlegu vöru sem tekur líf um helming þeirra sem hennar neyta.

Það eru nokkrar leiðir til að koma í veg fyrir að unglingar ánetjist sígarettum. Ein þeirra er að selja sígarettur í einsleitum umbúðum, sem verið er að innleiða á Norðurlöndunum. Einsleitar umbúðir felast í því að vörumerki framleiðanda verði afmáð af pakkningum tóbaks og þær hafðar í einum lit og letur staðlað. Rannsóknir sýna að einsleitar umbúðir eru fráhrindandi í augum unglinga og að þeir kaupi síður sígarettur í einsleitum umbúðum. Norrænu krabbameinsfélögin hafa á Alþjóðadegi gegn tóbaki 2016 gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að einsleitar umbúðir séu mikilvægt skref sem færir okkur nær tóbakslausum Norðurlöndum.

Í sígarettureyk eru um 70 krabbameinsvaldandi efni sem berast um allan líkama þess sem andar reyknum að sér. Nú hefur verið sýnt fram á að reykingar eru orsök 17 tegunda krabbameina. Auk þess margfalda reykingar líkur á hjartaáföllum og langvinnum lungnasjúkdómum ásamt því flýta fyrir almennri hrörnun.

TAKTU PRÓFIÐ! HVAÐ VEIST ÞÚ UM SÍGARETTUREYKINGAR?

Einsleitar umbúðir eru því afar mikilvægt skref til að minnka líkur á að táningar ánetjist sígarettum og færa okkur nær tóbakslausu Íslandi.

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinfélagsins


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?