Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 31. maí 2016

Umbúðir á sígarettum sem fæla frá sér

Höfundur: Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins

Á hverjum einasta degi bætast um tveir táningar í hóp reykingamanna hér á landi og gróflega áætlað reykja daglega um 3.000 einstaklingar sem eru á grunn- og framhaldsskólaaldri. Miðað við fjölda barna sem reykir þá erum við ekki að standa okkur í að halda sígarettum frá börnunum. Við þurfum að gera betur.

Um 90% þeirra sem reykja byrjuðu fyrir tvítugt, þ.e. á táningsaldri. Heili táninga er enn að taka út þroska og því viðkvæmari fyrir áhrifum sígaretta. Táningar eru þannig líklegri til að verða háðir sígarettum en fólk sem byrjar að fikta eftir tvítugt. Því er gríðarlega mikill ávinningur að finna nýjar leiðir til að koma í veg fyrir að táningar byrji að fikta við þessa skaðlegu vöru sem tekur líf um helming þeirra sem hennar neyta.

Það eru nokkrar leiðir til að koma í veg fyrir að unglingar ánetjist sígarettum. Ein þeirra er að selja sígarettur í einsleitum umbúðum, sem verið er að innleiða á Norðurlöndunum. Einsleitar umbúðir felast í því að vörumerki framleiðanda verði afmáð af pakkningum tóbaks og þær hafðar í einum lit og letur staðlað. Rannsóknir sýna að einsleitar umbúðir eru fráhrindandi í augum unglinga og að þeir kaupi síður sígarettur í einsleitum umbúðum. Norrænu krabbameinsfélögin hafa á Alþjóðadegi gegn tóbaki 2016 gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að einsleitar umbúðir séu mikilvægt skref sem færir okkur nær tóbakslausum Norðurlöndum.

Í sígarettureyk eru um 70 krabbameinsvaldandi efni sem berast um allan líkama þess sem andar reyknum að sér. Nú hefur verið sýnt fram á að reykingar eru orsök 17 tegunda krabbameina. Auk þess margfalda reykingar líkur á hjartaáföllum og langvinnum lungnasjúkdómum ásamt því flýta fyrir almennri hrörnun.

TAKTU PRÓFIÐ! HVAÐ VEIST ÞÚ UM SÍGARETTUREYKINGAR?

Einsleitar umbúðir eru því afar mikilvægt skref til að minnka líkur á að táningar ánetjist sígarettum og færa okkur nær tóbakslausu Íslandi.

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinfélagsins


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?