Ása Sigríður Þórisdóttir 2. okt. 2023

Takk fyrir samveruna og stuðninginn

Það er óhætt að segja að gleði, samhugur og samstaða hafi ráðið ríkjum á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar sem haldinn var í Þjóðleikhúsinu þann 28. september. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um stemminguna.

Bleiki liturinn réð ríkjum á opnunarviðburðinum. Gestir kvöldsins voru vel með á nótunum og skörtuðu bleiku fyrir okkur öll. Húsið opnaði kl. 18:30 þar sem vinir Bleiku slaufunnar kynntu og seldu vörur til styrktar átakinu í Þjóðleikhúskjallaranum og gestir smelltu af sér skemmtilegum myndum í myndakassanum.

Á stóra sviðinu fór Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, stuttlega yfir starfsemi félagsins og mikilvægi Bleiku slaufunnar sem árverkni- og fjáröflunarátaks í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

20230928_ros_DSF9669

Hönnuðum Bleiku slaufunnar þeim Lovísu Halldórsdóttur Olesen (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR eftir Unni Eir) var þakkað kærlega fyrir þeirra mikilvæga framlag til bleikustu Bleiku slaufunnar frá upphafi. Myndband af hönnun slaufunnar.

Birnu Schram, sem leikstýrði auglýsingu herferðarinnar í ár, var þakkað fyrir sitt framlag. Birna missti móður sína úr krabbameini í fyrra og segir að verkefnið sé henni því afar kært og í raun innblásið af þeirri reynslu. Auglýsingin er með bleikum ljóma og sýnir máttinn í samstöðunni. Að því loknu var auglýsing átaksins frumsýnd sem sjá má hér. 

20230928_ros_DSF9737

Sérstök hátíðarsýning var svo á leikverki Sigríðar Soffíu Níelsdóttur „Til hamingju með að vera mannleg“, Ástarjátningar til lífsins sem fjallar um þrautseigju, andlegan styrk og samfélag kvenna sem standa hver með annarri, en eitt meginþema Bleiku slaufunnar í ár er einmitt samstaða og máttur hennar. Hér segir Sigga Soffía okkur frá tilurð verksins.

20230928_ros_DSF9544

Hér fyrir neðan sjáið þið nokkrar af myndum kvöldsins en á Facebooksíðu Bleiku slaufunnar getið þið nálgast enn fleiri myndir.

20230928_ros_DSF9233

20230928_ros_DSF915820230928_ros_DSF931620230928_ros_DSF9753

20230928_ros_DSF920920230928_ros_DSF955820230928_ros_DSF971120230928_ros_DSF9489

Þökkum öllum kærlega fyrir komuna.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?