Ása Sigríður Þórisdóttir 9. okt. 2023

Saga Hrefnu

Það er erfitt að greinast með krabbamein og búa á landsbyggðinni. Hrefna Eyþórsdóttir býr á Austfjörðum og greindist með brjóstakrabbamein 33 ára gömul. Hún var í burtu frá heimili sínu og börnum í sextíu daga þetta ár sem hún var í krabbameinsmeðferðum.

Hrefna Eyþórsdóttir býr á Austfjörðum og var einungis 31 árs þegar hún greindist með stökkbreytingu í BRCA 2 geni, en í kringum hana er stór krabbameinsætt. Í kjölfarið greindist hún með brjóstakrabbamein 33 ára gömul. „Auðvitað er það rosalega erfitt að greinast með krabbamein, og það er erfitt að búa út á landi og greinast með krabbamein.“ Í framhaldi af greiningu tók við krabbameinsmeðferð, en það reyndist Hrefnu erfiðast að vera fjarverandi frá börnum sínum tveimur sem þá voru eins árs og fimm ára. Hún var í burtu frá heimili sínu og börnum í sextíu daga þetta ár sem hún var í krabbameinsmeðferðum og fannst hún missa af lífinu með sínum nánustu. 

Fyrir landsbyggðarfólk þá er þetta erfiðara, þetta er lengra að sækja, þú ert ekki heima hjá þér og ert ekki með baklandið þitt á erfiðustu dögunum.

Að sögn Hrefnu er gríðarlegt áfall að greinast með krabbamein en henni þykir hugmyndin um að greinast með krabbamein hafa breyst. Í dag eru meðferðir betri en áður fyrr og meiri líkur á að þú sigrir baráttuna.

Ég er þakklát fyrir að geta borið Bleiku slaufuna og það merkir auðvitað það að ég læknaðist af mínum sjúkdómi og ég ber hana líka til heiðurs þeim sem hafa tapað baráttunni.

Fyrir Hrefnu er gaman að sjá aðra bera Bleiku slaufuna því það er fyrir hana og alla hina sem greinst hafa með krabbamein og sýnir það bakland sem þau eiga í samfélaginu. Hrefna segir sína sögu og deilir reynslu sinni með öðrum með það að leiðarljósi að aðstoða fólk við að búa sig undir það sem koma skal. 

Viðtalsupptaka Hrefnu Eyþórsdóttur

https://www.youtube.com/watch?v=7F74Wc-yFU0

 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?