Guðmundur Pálsson 4. ágú. 2020

Reykjavíkur­maraþoni Íslands­banka aflýst

Góðgerðarfélögin munu halda sínum áheitum þó svo að hlaupið fari ekki fram. Leitað er leiða til að halda söfnuninni áfram og verður upplýsingum þar að lútandi komið á framfæri á næstu dögum.

Hér að neðan má lesa tilkynningu sem barst góðgerðarfélögum frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur síðdegis í dag.

Kæra góðgerðarfélag,

Á síðustu mánuðum hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur leitað leiða til að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka miðað við tilmæli yfirvalda. Því miður sjáum við okkur ekki fært að halda viðburðinn, sem fara átti fram 22. ágúst n.k. og uppfylla um leið skilyrði Almannavarna, sem tóku í gildi 31. júlí síðastliðinn.

Þar sem að undanförnu hafa komið fram sýkingar í samfélaginu og framhaldið hvað það varðar mjög óljóst kjósum við að sýna ábyrgð og setja ekki þátttakendur í óþarfa áhættu. Framundan er viðkvæmur tími þar sem skólahald er að hefjast sem og vetraríþróttastarf að fara í gang og því skynsamlegt að auka ekki hættu á smiti með stórum viðburði.

Söfnun góðgerðarfélaganna á Hlaupastyrk er mikilvægur tekjupóstur fyrir þeirra starfsemi. Á síðasta ári var sett áheitamet þar sem hlauparar söfnuðu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðarfélaga. Góðgerðarfélögin munu halda sínum áheitum þó svo að hlaupið fari ekki fram. Leitað er leiða til að halda söfnuninni áfram og minnka skaðann fyrir alla og verður það kynnt frekar á næstu dögum.

Með kveðju
Íþróttabandalag Reykjavíkur


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?