Anna Margrét Björnsdóttir 25. sep. 2023

Nú er það bleikt!

  • Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei
    Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson frá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framleiðsluna á Bleiku slaufunni.

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Við hjá Krabbameinsfélaginu finnum ætíð fyrir miklum velvilja frá fólki og fyrirtækjum í landinu í öllu okkar starfi. Það á ekki síst við í kringum stóru árvekni- og fjáröflunarátökin okkar í mars og október. Eitt þeirra fyrirtækja sem sýnir stuðning í verki með ómetanlegum hætti er TVG-Zimsen, sem hefur séð um flutning og dreifingu bleiku slaufunnar í fimmtán ár. Þeirra aðstoð gerir félaginu kleift að halda kostnaði við átakið í lágmarki.

„Við erum afar stolt af því að vera bakhjarlar Bleiku slaufunnar og þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Elísa Dögg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, um samstarfið. Í myndbandi hér fyrir neðan má sjá afhendingu slaufunnar og stutt viðtal við Elísu Dögg.

https://www.youtube.com/watch?v=kmt1vlFFn04

Sala Bleiku slaufunnar hefst 29. september næstkomandi, en átakið hefst formlega þann 28. september með opnunarviðburði í Þjóðleikhúsinu. Einungis örfá sæti eru laus á viðburðinn og því hver að verða síðastur að næla sér í miða.


Fleiri nýjar fréttir

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?