Sigurlaug Gissurardóttir 1. mar. 2016

Mottumars: Björgun á sjó og landi

  • Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í opnun Mottumars
    Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í opnun Mottumars

Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, er formlega hafið í tíunda sinn.

Fulltrúar Krabbameinsfélagsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi auk fulltrúa nokkurra félagasamtaka Kiwanis, Lions, Rotary, Oddfellow og fleiri fengu heimboð í varðskipið Þór á Faxaflóa í dag. Tilefnið var opnun Mottumars 2016 með afhendingu á björgunarboxi Krabbameinsfélagsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til áhafna skipa SFS og félaga í klúbbum sem eru að stærstum hluta karlmenn. 

Skilaboð Mottumars 2016 eru að hvetja karlmenn til að vera vakandi fyrir einkennum krabbameins í blöðruhálskirtli. Kjörorð herferðarinnar í ár eru "Ekki farast úr karlmennsku. Lærðu að þekkja einkennin. Það er ekkert mál." Skilaboðunum er ætlað að vekja karlmenn til umhugsunar um að huga vel að eigin heilsu, hlusta á líkamann og harka ekki allt af sér heldur leita aðstoðar láti einkenni á sér kræla.

Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið meðal karla. Ár hvert greinast að meðaltali um 200 karlar með meinið. Meðalaldur við greiningu er um 70 ár en karlmenn þurfa að vera vakandi fyrir einkennum frá 50 ára aldri, eða fyrr ef fjölskyldusaga er um krabbameinið. 

Björgunarboxið getur bjargað mannslífum

Björgunarboxið inniheldur ný fræðslumyndbönd um einkenni, orsakir, greiningu og meðferð krabbameins í blöðruhálskirtli. Einnig fylgja stutt myndskeið þar sem þvagfæraskurðlæknar svara spurningum í stuttu máli. Að auki má finna í boxinu bæklinga og skilaboð til karla um almenn einkenni krabbameins og þær leiðir sem taldar eru geta komið í veg fyrir þriðja hvert krabbamein. 

"Leiðir til björgunar frá krabbameini eru fyrst og fremst árvekni og þekking á helstu einkennum og áhættuþáttum. En það er áskorun að gera slíka fræðslu áhugaverða og ná að koma henni til skila. Þess vegna höfum við unnið nýtt myndrænt fræðsluefni og komum því beint til margra þeirra sem við teljum að geti einna helst haft gagn af fræðslunni, eins og til dæmis áhöfnum skipa og félögum klúbba þar sem menn hittast reglulega. Allt fræðsluefni okkar er aðgengilegt á nýrri vefsíðu Krabbameinsfélagsins krabb.is og það sem tengist átakinu í ár er líka á mottumars.is. Ég hvet alla karlmenn til að gefa sér nokkrar mínútur til að bjarga sér með því að læra að þekkja einkenni krabbameins," - segir Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélagsins.  

SFS

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru aðalstyrktaraðili Mottumars og hafa að leiðarljósi að efla fræðslu og forvarnir og hvetja til heilbrigðra lífshátta meðal starfsmanna fyrirtækja samtakanna.

Landhelgisgæslan og Mottumars

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa undanfarin ár sett mikinn svip á Mottumars.  Starfsmenn gæslunnar söfnuðu áheitum í Mottukeppninni 2014 og heiðruðu minningu góðs vinar og samstarfsfélaga, Vilhjálms Óla Valssonar - Villa, stýrimanns og sigmanns hjá Landhelgisgæslunni, sem lést þann 30.mars 2013 eftir stranga baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri.  Villi varð sigurvegari Mottumars árið 2013 og safnaði hann áheitum fram á síðasta dag.

"Starfsmönnum Landhelgisgæslunnar er málefnið kært og skylt og við minnumst margra samstarfsfélaga og vina sem fallið hafa fyrir þessum skæða sjúkdómi. Okkar skilaboð til karlmanna er að við höfum allir á okkar valdi að bjarga okkur sjálfir með læra að þekkja einkenni krabbameins og lifa heilbrigðu lífi," - segir Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra varðskipsins Þórs. 

Mottukeppnin haldin í síðasta sinn en Mottumars lifir áfram

Krabbameinsfélagið, SFS og Landhelgisgæslan hvetja alla karlmenn til að rækta mottuna í sjöunda og síðasta sinn og taka þátt í Mottumars.

Hægt er að leggja málefninu lið með því að heita á keppendur í Mottukeppninni, gerast velunnari með mánaðarlegu framlagi, hringja eða senda SMS í styrktarnúmer eða kaupa Mottuvörur í vefverslun Krabbameinsfélagsins. 

Upp með motturnar!

Á vefsíðunni mottumars.is eru upplýsingar um átakið og einnig er þar margvíslegt fræðsluefni um karla og krabbamein.  Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veitir ráðgjöf í síma 800 4040 alla virka daga. 


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?