Ása Sigríður Þórisdóttir 28. ágú. 2023

„Mjög góðir strengir“ að afloknum Styrkleikum á Egilsstöðum

  • Á myndinni eru Björg Eyþórsdóttir og fjölskylda sem gekk ótal, ótal hringi á Styrkleikunum; Guðmundur Birkir Jóhannsson og bræðurnir Eyþór Sindri Guðmundsson, Unnsteinn Liljar Guðmundsson og Arnór Stirnir Guðmundsson en á myndina vantar Jóhann Birti sem hljóp hraðar en hinir í fjölskyldunni.

Frábærum Styrkleikum lauk um hádegi í gær á Egilsstöðum. Þátttakendur gengu rúmlega 5 hringi í kringum landið eða tæpir 7.000 kílómetra. Líkt og í lífinu sjálfu skiptust á skin og skúrir, steikjandi hiti, sólskin og úrhellisrigning þá 24 klukkutíma sem leikarnir stóðu. 

Hætt er við að margir séu með sára fætur og strengi í líkamanum í dag en líkt og Björg Eyþórsdóttir, sem gekk fyrir lið Ladies Circle og Fólksins hennar Birnu með fjölskyldu sinni sagði eru það „mjög góðir strengir“. Samstaðan var allt umlykjandi allan tímann og stemmningin sýndi óyggjandi gildi Styrkleikana fyrir samfélagið allt, fólk sem hafði fengið krabbamein, aðstandandur eða þá sem vildu sýna stuðning í verki. Það er nefnilega þannig að „það þarf fólk eins og mig, fyrir fólk eins og þig“ eins og í texta Rúnars Júlíussonar sem Øystein Gjerde söng svo svo fallega við slit Styrkleikanna.

Í áheitasöfnuninni hafa safnast rétt tæplega 4.000.000 auk þess sem fyrirtæki styrktu myndarlega við Styrkleikana. Þar fyrir utan lögðu ótrúlega margir sjálfboðaliðar, einstaklingar og félagasamtök hönd á plóg við skipulagningu leikanna, undir forystu Krabbameinsfélags Austurlands og Austfjarða. Stuðningur sveitarfélagsins Múlaþing var ómetanlegur.

Á myndinni eru Björg Eyþórsdóttir og fjölskylda sem gekk ótal, ótal hringi á Styrkleikunum; Guðmundur Birkir Jóhannsson og bræðurnir Eyþór Sindri Guðmundsson, Unnsteinn Liljar Guðmundsson og Arnór Stirnir Guðmundsson en á myndina vantar Jóhann Birti sem hljóp hraðar en hinir í fjölskyldunni. 


Fleiri nýjar fréttir

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?