Ása Sigríður Þórisdóttir 28. ágú. 2023

„Mjög góðir strengir“ að afloknum Styrkleikum á Egilsstöðum

  • Á myndinni eru Björg Eyþórsdóttir og fjölskylda sem gekk ótal, ótal hringi á Styrkleikunum; Guðmundur Birkir Jóhannsson og bræðurnir Eyþór Sindri Guðmundsson, Unnsteinn Liljar Guðmundsson og Arnór Stirnir Guðmundsson en á myndina vantar Jóhann Birti sem hljóp hraðar en hinir í fjölskyldunni.

Frábærum Styrkleikum lauk um hádegi í gær á Egilsstöðum. Þátttakendur gengu rúmlega 5 hringi í kringum landið eða tæpir 7.000 kílómetra. Líkt og í lífinu sjálfu skiptust á skin og skúrir, steikjandi hiti, sólskin og úrhellisrigning þá 24 klukkutíma sem leikarnir stóðu. 

Hætt er við að margir séu með sára fætur og strengi í líkamanum í dag en líkt og Björg Eyþórsdóttir, sem gekk fyrir lið Ladies Circle og Fólksins hennar Birnu með fjölskyldu sinni sagði eru það „mjög góðir strengir“. Samstaðan var allt umlykjandi allan tímann og stemmningin sýndi óyggjandi gildi Styrkleikana fyrir samfélagið allt, fólk sem hafði fengið krabbamein, aðstandandur eða þá sem vildu sýna stuðning í verki. Það er nefnilega þannig að „það þarf fólk eins og mig, fyrir fólk eins og þig“ eins og í texta Rúnars Júlíussonar sem Øystein Gjerde söng svo fallega við slit Styrkleikanna.

Í áheitasöfnuninni hafa safnast rétt tæplega 4.000.000 auk þess sem fyrirtæki styrktu myndarlega við Styrkleikana. Þar fyrir utan lögðu ótrúlega margir sjálfboðaliðar, einstaklingar og félagasamtök hönd á plóg við skipulagningu leikanna, undir forystu Krabbameinsfélags Austurlands og Austfjarða. Stuðningur sveitarfélagsins Múlaþings var ómetanlegur.

Á myndinni eru Björg Eyþórsdóttir og fjölskylda sem gekk ótal, ótal hringi á Styrkleikunum; Guðmundur Birkir Jóhannsson og bræðurnir Eyþór Sindri Guðmundsson, Unnsteinn Liljar Guðmundsson og Arnór Stirnir Guðmundsson en á myndina vantar Jóhann Birti sem hljóp hraðar en hinir í fjölskyldunni. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?