Ása Sigríður Þórisdóttir 8. feb. 2023

Lýsi styrkir Bleiku slaufuna

Lýsi er dyggur samstarfsaðili Bleiku slaufunnar og hefur undanfarin ár fært valdar vörur sínar í bleikan búning í tilefni af hinu árlega árvekni- og fjáröflunarverkefni Krabbameinsfélagsins. Í október síðastliðnum runnu 300 kr. af hverri seldri dós af bleiku Omega 3 Forte til átaksins og í heildina söfnuðust 1.404.900 kr. Krabbameinsfélagið þakkar Lýsi og viðskiptavinum þeirra kærlega fyrir stuðninginn.

Starf Krabbameinsfélagsins byggist alfarið á framlögum einstaklinga og fyrirtækja og því er stuðningur af þessu tagi afar mikilvægur í baráttunni gegn krabbameinum. Styrkir til félagsins í tengslum við árvekni- og fjáröflunarátök á borð við Bleiku slaufuna nýtast m.a. í endurgjaldslausan stuðning og ráðgjöf við krabbameinsgreinda og aðstandendur um allt land, til rannsókna á krabbameinum, forvarna og fræðslu.

Viðskiptavinir Lýsis lögðu málefninu lið með kaupum á rúmlega 4.600 bleikum dósum af Omega 3 Forte og þakkar Krabbameinsfélagið enn og aftur kærlega fyrir stuðninginn.


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?