Guðmundur Pálsson 9. mar. 2018

Krabbameinsskrá leitar að metnaðarfullum starfsmanni

  • Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins sérhæfir sig í skráningu, meðferð gagna, tölfræði og faraldsfræði krabbameina.

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmanni sem hefur brennandi áhuga á að vinna að markmiðum Krabbameinsfélags Íslands: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabba­meina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra. 

Vilt þú taka þátt í baráttunni gegn krabbameinum?


Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmanni sem hefur brennandi áhuga á að vinna að markmiðum Krabbameinsfélags Íslands: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra. 

Hjá Krabbameinsskrá eru skráð öll krabbamein sem greinast hjá þjóðinni. Einnig eru þar stundaðar faraldsfræðilegar rannsóknir er tengjast orsökum og útbreiðslu krabbameina og horfum krabbameinssjúklinga.

Til starfa hjá Krabbameinsskrá vantar okkur starfsmann í afleysingar í eitt ár frá og með 1. júní 2018. Um er að ræða fjölbreytt starf, sem m.a. felur í sér framsetningu tölfræði¬upplýsinga um krabbamein, skráningu á forspárþáttum krabbameina og umsjón með tölvuforritum. Möguleiki er á sveigjanlegum vinnutíma.

Í starfinu er gerð krafa um meistaragráðu, gjarnan í heilbrigðisverkfræði eða skyldum greinum.

Gerð er rík krafa um frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum. Kunnátta í ensku er nauðsynleg og reynsla af forritun æskileg.

Launakjör fara eftir kjarasamningi við viðeigandi stéttarfélag.

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsskrá skulu berast Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár á netfangið laufeyt@krabb.is í síðasta lagi 23. mars. Laufey veitir einnig nánari upplýsingar.

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?