Ása Sigríður Þórisdóttir 27. sep. 2023

Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lovísa er gullsmíðameistari og hóf rekstur undir eigin vörumerki, by lovisa , árið 2013. Lovísa sækir áhrif sín úr hversdagslífinu þar sem tvinnast saman sígild hönnun og nýjustu straumar. Litir, hráefni og form veita henni innblástur fyrir þær fjölbreyttu skartgripalínur sem hún hannar og smíðar.

Unnur Eir er gullsmíðameistari hjá Meba og hannar undir eigin merki, EIR eftir Unni Eir . Rétt eins og Lovísa sækir Unnur Eir innblástur í daglegt líf og nefnir einnig börnin og fjölskylduna sem mikilvægan innblástur. Unnur Eir segir bestu hugmyndirnar gjarnan koma á ferðalögum um landið.


https://www.youtube.com/watch?v=V1-mWWB3MCI

Hönnun slaufunnar er innblásin af samstöðu og minnir okkur á að krabbamein snertir okkur öll einhvern tíma á lífsleiðinni. Við erum öll ólík, en þegar erfiðleikar steðja að komum við saman og myndum eina heild. Steinarnir í slaufunni eru ólíkir að forminu til og tákna þannig margbreytileika okkar og þéttan stuðning samfélagsins.

„Ófá kvöld fóru í að spá og spekúlera. Við vildum hafa hana fágaða og fínlega, en umfram allt BLEIKA til að tákna samstöðuna í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.“

Bleikaslaufan_Clean_Saman

Undanfarin ár hafa verið gerðar tvær útgáfur af Bleiku slaufunni; almenna slaufan sem í ár er næla og Sparislaufan sem er hálsmen úr gullhúðuðu silfri með bleikum zirkon steinum.

  • Bleika slaufan 2023 verður í sölu frá 29. september til 23. október í vefverslun Krabbameinsfélagsins, í Mebu skartgripaverslun í Kringlunni og Smáralind, í verslun by lovisa að Vinastræti 16 í Garðabæ og hjá hátt í 400 söluaðilum um land allt.





Fleiri nýjar fréttir

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?