Björn Teitsson 5. sep. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Níels P. Dungal

  • Niels_dungal

Níels P. Dungal, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði var fyrsti formaður Krabbameinsfélagsins. Hann er vitanlega eitt af 70 andlitum félagsins á 70 ára afmæli þess.

Níels P. Dungal (1897-1965) varð fyrsti formaður Krabbameinsfélagsins árið 1951. Var hann á þeim tíma forstöðulæknir Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands frá árinu 1932. Níels var brautryðjandi í rannsóknum á krabbameinum og var metnaðarfullur formaður. Hann hafði barist fyrir stofnun Krabbameinsskrár frá árinu 1949 og sá stofnun hennar verða að veruleika árið 1954. Alþjóðlegt samstarf var honum einnig ofarlega í huga og varð Krabbameinsfélag aðili að Alþjóðakrabbameinssambandi og Norrænu krabbameinssamtökunum í hans tíð. Hann var fyrsti ritstjóri Fréttabréfs um heilbrigðismál sem var víða lesið og mikilvægt fræðslutæki í forvörnum og fræðslu um krabbamein.


Níels, sem var jafnan kallaður „prófessor Dungal“, kenndi og stundaði krufningar og var þekktur fyrir vísindaleg vinnubrögð. Árið 1960 átti hann spjall við Matthías Johannessen, ungan ritstjóra Morgunblaðsins, þar sem kímnigáfa læknisins kom fram. Var Níels spurður, hvort hann hafi aldrei verið hræddur við lík. „Nei, það er ég ekki. Þegar ég var drengur, var ég alinn upp í spíritisma og var hræddur við dautt fólk. En þegar ég fór að kryfja, vandist þetta af mér. Ég er ekki hræddur við dauða menn, þeir lifandi eru miklu hættulegri, það hefur mér reynzt.“


Níels P. Dungal er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

24. sep. 2021 : Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna er í dag. Dagurinn gefur okkur árlegt tækifæri til að fræðast og styðja krabbameinsrannsóknir í orði og gjörðum. Dagurinn gefur okkur líka tækifæri til að gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna, vísindafólkinu sem starfar við þær og þá sem styrkja þær.

Lesa meira
IMG_6882

23. sep. 2021 : Spurningar til stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga

Krabbameinsfélagið leitaði til stjórnmálaflokkanna nú í aðdraganda alþingiskosninga og óskaði eftir svörum við nokkrum spurningum. Svörin má nálgast hér.

Lesa meira

21. sep. 2021 : Vilt þú taka þátt í baráttunni gegn krabbameinum?

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmönnum sem hafa brennandi áhuga á að vinna að markmiðum félagsins: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

20. sep. 2021 : Mannslíf í húfi

Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi getur bjargað að minnsta kosti 6 mannslífum á ári og fækkað þannig umtalsvert þeim 28 dauðsföllum sem verða að meðaltali á hverju ári hér á landi hjá fólki á aldrinum 50 - 74 ára.

Lesa meira

17. sep. 2021 : Málþing í tilefni Alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna: Leiðin fram á við

Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 22. september kl. 18:00-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?