Björn Teitsson 5. sep. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Níels P. Dungal

  • Niels_dungal

Níels P. Dungal, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði var fyrsti formaður Krabbameinsfélagsins. Hann er vitanlega eitt af 70 andlitum félagsins á 70 ára afmæli þess.

Níels P. Dungal (1897-1965) varð fyrsti formaður Krabbameinsfélagsins árið 1951. Var hann á þeim tíma forstöðulæknir Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands frá árinu 1932. Níels var brautryðjandi í rannsóknum á krabbameinum og var metnaðarfullur formaður. Hann hafði barist fyrir stofnun Krabbameinsskrár frá árinu 1949 og sá stofnun hennar verða að veruleika árið 1954. Alþjóðlegt samstarf var honum einnig ofarlega í huga og varð Krabbameinsfélag aðili að Alþjóðakrabbameinssambandi og Norrænu krabbameinssamtökunum í hans tíð. Hann var fyrsti ritstjóri Fréttabréfs um heilbrigðismál sem var víða lesið og mikilvægt fræðslutæki í forvörnum og fræðslu um krabbamein.


Níels, sem var jafnan kallaður „prófessor Dungal“, kenndi og stundaði krufningar og var þekktur fyrir vísindaleg vinnubrögð. Árið 1960 átti hann spjall við Matthías Johannessen, ungan ritstjóra Morgunblaðsins, þar sem kímnigáfa læknisins kom fram. Var Níels spurður, hvort hann hafi aldrei verið hræddur við lík. „Nei, það er ég ekki. Þegar ég var drengur, var ég alinn upp í spíritisma og var hræddur við dautt fólk. En þegar ég fór að kryfja, vandist þetta af mér. Ég er ekki hræddur við dauða menn, þeir lifandi eru miklu hættulegri, það hefur mér reynzt.“


Níels P. Dungal er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?