Björn Teitsson 5. sep. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Níels P. Dungal

  • Niels_dungal

Níels P. Dungal, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði var fyrsti formaður Krabbameinsfélagsins. Hann er vitanlega eitt af 70 andlitum félagsins á 70 ára afmæli þess.

Níels P. Dungal (1897-1965) varð fyrsti formaður Krabbameinsfélagsins árið 1951. Var hann á þeim tíma forstöðulæknir Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands frá árinu 1932. Níels var brautryðjandi í rannsóknum á krabbameinum og var metnaðarfullur formaður. Hann hafði barist fyrir stofnun Krabbameinsskrár frá árinu 1949 og sá stofnun hennar verða að veruleika árið 1954. Alþjóðlegt samstarf var honum einnig ofarlega í huga og varð Krabbameinsfélag aðili að Alþjóðakrabbameinssambandi og Norrænu krabbameinssamtökunum í hans tíð. Hann var fyrsti ritstjóri Fréttabréfs um heilbrigðismál sem var víða lesið og mikilvægt fræðslutæki í forvörnum og fræðslu um krabbamein.


Níels, sem var jafnan kallaður „prófessor Dungal“, kenndi og stundaði krufningar og var þekktur fyrir vísindaleg vinnubrögð. Árið 1960 átti hann spjall við Matthías Johannessen, ungan ritstjóra Morgunblaðsins, þar sem kímnigáfa læknisins kom fram. Var Níels spurður, hvort hann hafi aldrei verið hræddur við lík. „Nei, það er ég ekki. Þegar ég var drengur, var ég alinn upp í spíritisma og var hræddur við dautt fólk. En þegar ég fór að kryfja, vandist þetta af mér. Ég er ekki hræddur við dauða menn, þeir lifandi eru miklu hættulegri, það hefur mér reynzt.“


Níels P. Dungal er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?