Björn Teitsson 5. sep. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Níels P. Dungal

  • Niels_dungal

Níels P. Dungal, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði var fyrsti formaður Krabbameinsfélagsins. Hann er vitanlega eitt af 70 andlitum félagsins á 70 ára afmæli þess.

Níels P. Dungal (1897-1965) varð fyrsti formaður Krabbameinsfélagsins árið 1951. Var hann á þeim tíma forstöðulæknir Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands frá árinu 1932. Níels var brautryðjandi í rannsóknum á krabbameinum og var metnaðarfullur formaður. Hann hafði barist fyrir stofnun Krabbameinsskrár frá árinu 1949 og sá stofnun hennar verða að veruleika árið 1954. Alþjóðlegt samstarf var honum einnig ofarlega í huga og varð Krabbameinsfélag aðili að Alþjóðakrabbameinssambandi og Norrænu krabbameinssamtökunum í hans tíð. Hann var fyrsti ritstjóri Fréttabréfs um heilbrigðismál sem var víða lesið og mikilvægt fræðslutæki í forvörnum og fræðslu um krabbamein.


Níels, sem var jafnan kallaður „prófessor Dungal“, kenndi og stundaði krufningar og var þekktur fyrir vísindaleg vinnubrögð. Árið 1960 átti hann spjall við Matthías Johannessen, ungan ritstjóra Morgunblaðsins, þar sem kímnigáfa læknisins kom fram. Var Níels spurður, hvort hann hafi aldrei verið hræddur við lík. „Nei, það er ég ekki. Þegar ég var drengur, var ég alinn upp í spíritisma og var hræddur við dautt fólk. En þegar ég fór að kryfja, vandist þetta af mér. Ég er ekki hræddur við dauða menn, þeir lifandi eru miklu hættulegri, það hefur mér reynzt.“


Níels P. Dungal er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

27. mar. 2023 : Stuðningur í verki

Viðtal við hjónin Hildi Ýr Kristinsdóttur og Helga Rúnar Bragason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og heiðursfélaga Round Table Ísland. Söfnunarsíðu Helga Rúnars í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

27. mar. 2023 : Krabbameinsfélagið á ferð og flugi

Eitt af verkefnum Krabbameinsfélagsins er að sinna fræðslu og forvarnarstarfi, en vinnustöðum og fyrirtækjum stendur til boða að fá fræðsluerindi fyrir starfsmannahópa frá sérfræðingum félagsins. 

Lesa meira

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

25. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ 

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?