Fræðslupistlar (Síða 3)

Lóa Björk Ólafsdóttir 24. mar. 2020 : Til aðstand­enda sem ekki geta heim­sótt ást­vini á sjúkra­stofnanir

Heimsóknarbann ríkir nú á flestum sjúkrastofnunum nema í algjörum undantekningnum og reynist það mörgum þungbær staða.

Ása Sigríður Þórisdóttir 13. mar. 2020 : Gefðu þér gæðastund

Einstaklingar tjá okkur oft að þrátt fyrir allt hafi veikindin fært þeim ákveðna gjöf. Sú gjöf felur oftar en ekki í sér nýjan skilning á því sem lífið raunverulega snýst um.

Birna Þórisdóttir 4. feb. 2020 : Aukum hlut jurtafæðis – allt árið um kring

Fræðslupistill febrúar 2020: Matur spilar stórt hlutverk í lífi flestra. Hann er ekki bara eldsneyti líkamans heldur gegnir félagslegu hlutverki og tengist matarmenningu og hefðum. Hann er einnig einn af grunnstoðum heilsu.

Birna Þórisdóttir 20. des. 2019 : Jóladagatal: Kjöt og krabbamein

Sagt er að þegar íslensku jólasveinarnir komi til byggða leiti þeir einna helst í eldhús og búr. Ketkrókur og Bjúgnakrækir næla sér í kjötbita á meðan Stúfur hirðir agnirnar sem hafa brunnið við pönnuna. En eru tengsl milli kjötneyslu og krabbameins?

Birna Þórisdóttir 16. des. 2019 : Jóladagatal: Gómsætar fiskuppskriftir í aðdraganda jóla

Þar sem kjöt er ómissandi þáttur jólahalds hjá mörgum Íslendingum er upplagt síðustu vikurnar fyrir jól að borða vel af fiski og jurtafæði. Ríkuleg neysla af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, baunum og linsubaunum dregur úr líkum á krabbameini. Lax í mangó eða pönnusteikt rauðspretta? Fáðu uppskriftirnar!

Birna Þórisdóttir 13. des. 2019 : Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Birna Þórisdóttir 12. des. 2019 : Jóladagatal: Mjólk og krabbamein

Eins og alþjóð veit eru íslensku jólasveinarnir aldir upp á tröllamjólk og bræðurnir Stekkjastaur, Giljagaur og Skyrgámur sérlega sólgnir í mjólk og mjólkurmat. En hver eru tengsl mjólkurneyslu við krabbamein?

Birna Þórisdóttir 11. des. 2019 : Jóladagatal: Svefn og krabbamein

Gera má ráð fyrir að lítill svefnfriður hafi verið á heimilum landsmanna í nótt í óveðrinu, kannski hafa einhverjir haldið að Hurðaskellir hafi komið snemma til byggða. Um fjórðungur fullorðinna Íslendinga og 75% ungmenna sofa almennt of lítið. En eru einhver tengsl milli svefnleysis og krabbameins?

Jóhanna Eyrún Torfadóttir 2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Síða 3 af 3

Fleiri nýir pistlar

15. des. 2023 : Jólamolar Krabba­meins­félagsins 2023

Njótum hátíðanna, hlúum að okkur og höfum það notalegt. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Lesa meira

14. des. 2023 : Bleikasta slaufan sló í gegn

Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir, hönnuðir Bleiku slaufunni 2023, afhentu Krabbameinsfélaginu 13.475.000 krónur sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Fylgstu með brjóstunum og þekktu einkennin

Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst, því líkegri er góður árangur af meðferð. Fylgstu vel með brjóstum og handarkrikum. Skoðaðu og þreifaðu reglulega.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Ekki láta blekkjast á ,,sólarlausum” og köldum sumardögum

Ímyndaðu þér sumardag á Íslandi. Veðrið getur verið ýmiskonar ekki satt? Ef úti er bongóblíða, heiðskír himinn og glampandi sól leiðirðu hugann kannski nokkuð sjálfkrafa að sólarvörnum; berð á þig sólkrem og notar flíkur og höfuðfat til að verja þig. (Ef þetta er ekki lýsandi fyrir þig á sólardögum hvetjum við þig til að kynna þér mikilvægi sólarvarna!).

Lesa meira

3. júl. 2023 : Góð ráð við grillið

Fátt er skemmtilegra en að grilla með fjölskyldu eða góðum vinum í góðu veðri. Ef rétt er að málum staðið getur grillmatur verið mjög hollur en til að tryggja að svo sé þarf að vanda til undirbúnings, meðhöndlunar hráefnis og framreiðslu.

Lesa meira