Birna Þórisdóttir 12. des. 2019

Jóladagatal: Mjólk og krabbamein

Eins og alþjóð veit eru íslensku jólasveinarnir aldir upp á tröllamjólk og bræðurnir Stekkjastaur, Giljagaur og Skyrgámur sérlega sólgnir í mjólk og mjólkurmat. En hver eru tengsl mjólkurneyslu við krabbamein?

Ekki er hægt að gefa afgerandi svar um tengsl mjólkurneyslu við krabbamein, enda krabbamein yfirheiti margra sjúkdóma sem þróast á ólíkan hátt. Í fyrra birtu hinar virtu rannsóknarstofnanir World Cancer Research Fund og American Institute for Cancer Research niðurstöður viðamikillar samantektar á tengslum mataræðis og krabbameins. Í sinni vinnu fóru sérfræðingar samtakanna kerfisbundið yfir rannsóknir sem standast strangar gæðakröfur. Niðurstöður varðandi mjólk og mjólkurvörur voru þær að:

 

  • Líklegt er að mjólkurneysla dragi úr áhættu á krabbameini í ristli og endaþarmi (probable evidence).
  • Mögulegt er að mjólkurneysla dragi úr áhættu á brjóstakrabbameini (limited - suggestive evidence).
  • Mögulegt er að mjólkurneysla auki áhættu á krabbameini í blöðruhálskirtli (limited - suggestive evidence).

 

Almennt benda rannsóknir til þess að mjólk og mjólkurvörur í hóflegu magni geti verið hluti af hollu og fjölbreyttu mataræði, sem stuðlar að góðri heilsu og lágmarks líkum á ýmsum langvinnum sjúkdómum. Mjólk og mjólkurvörur innihalda prótein, kalk, joð og önnur mikilvæg næringarefni. Íslenskar ráðleggingar um mataræði mæla með tveimur skömmtum á dag af fituminni og hreinum mjólkurvörum. Einn skammtur getur verið eitt glas, skál eða dós af mjólkurmat eða tvær ostsneiðar. Mjólkurneysla er þó ekki nauðsynlegur hluti af hollu mataræði, vel er hægt að fá öll næringarefni úr öðrum matvælum. Einstaklingar sem kjósa að sleppa mjólkurvörum þurfa sérstaklega að passa að fá nóg kalk, til dæmis með því að nota kalkbætta jurtamjólk.

Krabbameinsfélagið tekur undir íslensku ráðleggingarnar um að hófleg neysla á mjólk og mjólkurvörum geti verið hluti af hollu mataræði hjá flestum, þar sem áherslan er á fjölbreytni í fæðuvali. Stekkjastaur, Giljagaur og Skyrgámur gleðjast eflaust yfir því.

Tengdar greinar:

Jóladagatal - svefn og krabbamein

Jóladagatal - uppáhaldið hans Pottaskefils

Jóladagatal - kjöt og krabbamein

Jóladagatal - hreyfum okkur um jólin


Fleiri nýir pistlar

15. des. 2023 : Jólamolar Krabba­meins­félagsins 2023

Njótum hátíðanna, hlúum að okkur og höfum það notalegt. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Lesa meira

14. des. 2023 : Bleikasta slaufan sló í gegn

Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir, hönnuðir Bleiku slaufunni 2023, afhentu Krabbameinsfélaginu 13.475.000 krónur sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Fylgstu með brjóstunum og þekktu einkennin

Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst, því líkegri er góður árangur af meðferð. Fylgstu vel með brjóstum og handarkrikum. Skoðaðu og þreifaðu reglulega.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Ekki láta blekkjast á ,,sólarlausum” og köldum sumardögum

Ímyndaðu þér sumardag á Íslandi. Veðrið getur verið ýmiskonar ekki satt? Ef úti er bongóblíða, heiðskír himinn og glampandi sól leiðirðu hugann kannski nokkuð sjálfkrafa að sólarvörnum; berð á þig sólkrem og notar flíkur og höfuðfat til að verja þig. (Ef þetta er ekki lýsandi fyrir þig á sólardögum hvetjum við þig til að kynna þér mikilvægi sólarvarna!).

Lesa meira

3. júl. 2023 : Góð ráð við grillið

Fátt er skemmtilegra en að grilla með fjölskyldu eða góðum vinum í góðu veðri. Ef rétt er að málum staðið getur grillmatur verið mjög hollur en til að tryggja að svo sé þarf að vanda til undirbúnings, meðhöndlunar hráefnis og framreiðslu.

Lesa meira