Ása Sigríður Þórisdóttir 15. des. 2023

Jólamolar Krabba­meins­félagsins 2023

Njótum hátíðanna, hlúum að okkur og höfum það notalegt. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Settu litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt 

Það er óhætt að segja að hollustan, hugmyndaflugið og litagleðin hafi ráðið ríkjum í jólaleik Krabbameinsfélagsins sem haldinn var í samstarfi við Banana og Hagkaup. Framlögin voru afar fjölbreytt og skemmtileg - sjón er sögu ríkari. 

Útfærslan þarf ekki að vera tímafrek eða flókin þó vissulega taki sumar hugmyndirnar hér ögn lengri tíma en aðrar. Nældu þér í skemmtilegar hugmyndir að meðlæti á veisluborðið í jólamánuðinum hér .

Verdlaunasaetin-2023

Slökun í jólaamstrinu (hlaðvarp)

Margir finna fyrir aukinni streitu í aðdraganda jóla. Slökun er gott tæki til að draga úr streitu og auka almenna vellíðan. Því er upplagt, viðeigandi og í anda jólanna að hlúa að sér á aðventunni og gefa sér tíma til að ástunda slökun og hugleiðslu.

Shutterstock_2010951422

Það er því upplagt, viðeigandi og í anda jólanna að hlúa að sér á aðventunni og gefa sér tíma til að ástunda slökun og hugleiðslu.

  • Auður E. Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur stuðnings- og ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins, leiðir slökunina.


 


Komdu þér upp jólahreyfihefðum

Jólatíðin snýst hjá mörgum um ýmsar hefðir sem þykja ómissandi þegar þeim hefur einu sinni verið komið á. Stórsniðugt getur verið að koma sér upp jólahefðum fyrir skemmtilegri hreyfingu: jólagönguferðum, jólasundferðum, jólaratleikjum með fjölskyldu og vinum.

Shutterstock_496023556-1-

Hátíðleg hófsemi

Nældu þér í nokkur góð og gagnleg ráð um hvernig hægt er að gæta hófsemi í mat og drykk í jólamánuðinum án þess að neita sér um hlutina. Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu gefur nokkur góð og gagnleg ráð.

https://www.youtube.com/watch?v=qalDZI82uTo

Litskrúðug hollusta

Gerum hollan mat girnilegri án þess að fórna næringargildinu. Litskrúðugt og næringarríkt salat er tilvalin tilbreyting yfir hátíðirnar.

https://www.youtube.com/watch?v=BznN2uvyGrY

 Látum augun ráða magninu

Jólunum fylgir aukin neysla á alls kyns góðgæti og þá er enn mikilvægara að gleyma ekki hollustunni. Látum augun aðstoða okkur við að gæta hófs.

https://www.youtube.com/watch?v=831pnK9JXlo

Leikur að kúlum fyrir alla fjölskylduna

Skemmtileg leikur fyrir fjölskylduna til að passa upp á að hollustan gleymist ekki í jólaamstrinu.

https://www.youtube.com/watch?v=lktI0qbofnQ

 

Njóttu hátíðarinnar!

 


Fleiri nýir pistlar

14. des. 2023 : Bleikasta slaufan sló í gegn

Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir, hönnuðir Bleiku slaufunni 2023, afhentu Krabbameinsfélaginu 13.475.000 krónur sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Fylgstu með brjóstunum og þekktu einkennin

Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst, því líkegri er góður árangur af meðferð. Fylgstu vel með brjóstum og handarkrikum. Skoðaðu og þreifaðu reglulega.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Ekki láta blekkjast á ,,sólarlausum” og köldum sumardögum

Ímyndaðu þér sumardag á Íslandi. Veðrið getur verið ýmiskonar ekki satt? Ef úti er bongóblíða, heiðskír himinn og glampandi sól leiðirðu hugann kannski nokkuð sjálfkrafa að sólarvörnum; berð á þig sólkrem og notar flíkur og höfuðfat til að verja þig. (Ef þetta er ekki lýsandi fyrir þig á sólardögum hvetjum við þig til að kynna þér mikilvægi sólarvarna!).

Lesa meira

3. júl. 2023 : Góð ráð við grillið

Fátt er skemmtilegra en að grilla með fjölskyldu eða góðum vinum í góðu veðri. Ef rétt er að málum staðið getur grillmatur verið mjög hollur en til að tryggja að svo sé þarf að vanda til undirbúnings, meðhöndlunar hráefnis og framreiðslu.

Lesa meira