Birna Þórisdóttir 13. des. 2019

Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Hreyfing hefur áhrif á líkamsstarfsemina, meðal annars efnaskiptaferla, losun hormóna og annarra efna, bólgu- og ónæmisviðbrögð, og stuðlar að heilbrigðri líkamsþyngd. Þetta vinnur allt saman til að minnka líkur á krabbameini. Embætti landlæknis mælir með að fullorðið fólk hreyfi sig að lágmarki í 30 mínútur á dag og börn og unglingar að lágmarki í 60 mínútur á dag.

Í jólaösinni í desember er hætt við því að dagleg hreyfing verði útundan og erfitt getur reynst að koma henni inn í sjálfa jóladagskrána. Hér koma nokkrar hugmyndir að hreyfingu eða léttum æfingum, sóttar í smiðju jólasveinanna.

  • Gáttaþefur rann „léttur eins og reykur“ á ilm af laufabrauði og víða má búast við góðri lykt út um eldhúsglugga ef gengið er í byggð um jólin. Við mælum sérstaklega með gönguferðum í dagsbirtu því birtan gerir okkur svo gott. Svo er það, að þó við mælum ekki með því að fólk laumist á skjái eins og Gluggagægir þá er gaman að sjá jólaljós í gluggum ef gengið er í myrkri.
  • Þeir sem leggja í meiri áreynslu geta sótt innblástur til Þvörusleikis þegar hann „þaut eins og elding“ inn í eldhús að grípa þvöruna. Létt skokk eða fjallgöngur um jólin eru endurnærandi fyrir líkama og sál.
  • Fyrir þá sem ekki komast út og vilja taka heimaæfingu er hægt að ganga á staðnum, sippa, stunda jóga, taka stofuleikfimi eða bara standa upp og teygja vel úr sér. Á Youtube má finna fjöldan allan af myndböndum með heimaæfingum þannig að það er bara að velja hvað manni líst vel á.
  • Barnafólk getur svo alltaf tekið Kertasníki sér til fyrirmyndar og virkjað smáfólkið í eltingaleik og aðra ærslaleiki. Þá er bara spurning hver þreytist fyrst.

Tengdar greinar:

Jóladagatal - mjólk og krabbamein

Jóladagatal - svefn og krabbamein

Jóladagatal - uppáhaldið hans Pottaskefils

Jóladagatal - kjöt og krabbamein


Fleiri nýir pistlar

15. des. 2023 : Jólamolar Krabba­meins­félagsins 2023

Njótum hátíðanna, hlúum að okkur og höfum það notalegt. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Lesa meira

14. des. 2023 : Bleikasta slaufan sló í gegn

Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir, hönnuðir Bleiku slaufunni 2023, afhentu Krabbameinsfélaginu 13.475.000 krónur sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Fylgstu með brjóstunum og þekktu einkennin

Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst, því líkegri er góður árangur af meðferð. Fylgstu vel með brjóstum og handarkrikum. Skoðaðu og þreifaðu reglulega.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Ekki láta blekkjast á ,,sólarlausum” og köldum sumardögum

Ímyndaðu þér sumardag á Íslandi. Veðrið getur verið ýmiskonar ekki satt? Ef úti er bongóblíða, heiðskír himinn og glampandi sól leiðirðu hugann kannski nokkuð sjálfkrafa að sólarvörnum; berð á þig sólkrem og notar flíkur og höfuðfat til að verja þig. (Ef þetta er ekki lýsandi fyrir þig á sólardögum hvetjum við þig til að kynna þér mikilvægi sólarvarna!).

Lesa meira

3. júl. 2023 : Góð ráð við grillið

Fátt er skemmtilegra en að grilla með fjölskyldu eða góðum vinum í góðu veðri. Ef rétt er að málum staðið getur grillmatur verið mjög hollur en til að tryggja að svo sé þarf að vanda til undirbúnings, meðhöndlunar hráefnis og framreiðslu.

Lesa meira