Vefvarp (Síða 5)

Ristilkrabbamein : Ristilspeglun - það er ekkert mál. Fræðslumyndband um hvernig ristilspeglun fer fram.

Fræðslumyndband um hvernig ristilspeglun fer fram. Farið er í gegnum allt ferlið, allt frá undirbúningi til lok skoðunar. Talað er við einstaklinga sem farið hafa í gegnum þetta ferli og þau lýsa upplifun sinni.

Brjóstakrabbamein Leghálskrabbamein Leitarstöð : Sirrý heimsækir Leitar­stöð Krabbameins­félagsins

Sigríður Arnardóttir sem stýrir þættinum Fólk með Sirrý á Hringbraut, heimsótti Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og fór í brjóstaskoðun og ræddu við starfsfólk Leitarstöðvarinnar.

Krabbamein Ristilkrabbamein : Viðtal á Hringbraut við Láru G. Sigurðardóttur

Viðtal við Láru G. Sigurðardóttur lækni og fræðslustjóra Krabbameinsfélagsins á sjónvarpsstöðinni Hringbraut um áherslurnar í árveknisátaki Bleiku slaufunnar 2015.

Krabbamein Ristilkrabbamein : Þetta er svo lúmskt - fræðslumynd um krabbamein í ristli og endaþarmi

Á hverju ári greinast á Íslandi um 135 karlar og konur með krabbamein í ristli og endaþarmi, og að meðaltali deyr einn einstaklingur nánast í hverri viku af völdum þess. Þó er þetta sjúkdómur sem oft er hægt að fyrirbyggja og lækna ef hann uppgötvast nógu snemma. Í þessari nýju fræðslumynd er fjallað um þetta algenga krabbamein frá sjónarhóli lækna og hjúkrunarfræðinga, auk þess sem sjúklingar og aðstandandi segja frá baráttu sinni við sjúkdóminn.

Húðkrabbamein Krabbamein : Aðgát skal höfð í nærveru sólar - sortuæxli og önnur húðkrabbamein

Í þessari íslensku heimildarmynd fjalla læknar um helstu tegundir húðkrabbameina, hvernig þau myndast og hvernig þau eru meðhöndluð. Tvær konur segja frá reynslu sinni af því að greinast með húðkrabbamein og aðstandandi rekur baráttusögu móður sinnar sem lést af völdum sortuæxlis.

Blöðruháls­kirtils­krabbamein Krabbamein : Örráðstefna um blöðruhálskirtilskrabbamein: Að takast á við karlmennskuna

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins boðaði til örráðstefnu um krabbamein í blöðruhálskirtli þriðjudaginn 8. mars 2016 af tilefni Mottumars.

Krabbamein Leghálskrabbamein : Leghálskrabbamein

Þáttur um leghálskrabbamein í þáttaröðinni Nýsköpun - Íslensk vísindi sem sýnd var 2009 í Sjónvarpinu. Umsjónarmaður var Ari Trausti Guðmundsson. 2. þáttur sem fjallar um árangur í baráttunni gegn skæðu krabbameini og nýjar uppgötvanir um orsakir þess.

Blöðruháls­kirtils­krabbamein Krabbamein : Ísland í dag: Stuðningshópar karlmanna með krabba­mein

Einstaklingar úr Góðum hálsum og Frískum mönnum, sem eru stuðningshópar karla með krabbamein í blöðruhálskirtli, voru í viðtali á Stöð 2 í þættinum Ísland í dag.

Lungnakrabbamein Reykingar : Manni sjálfum að kenna - reykingar og lungnasjúkdómar

Í þessari íslensku heimildarmynd útskýra læknar eðli lungnasjúkdóma af völdum reykinga og sjúklingar segja frá glímu sinni við þá.

Krabbamein : Örráðstefna 2011: Að greinast aftur og aftur og aftur með krabbamein

Krabbameinsfélagið hélt örráðstefnuna Að greinast aftur og aftur og aftur... Að lifa með krabbamein, mánudaginn 18. apríl 2011 í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8.

Krabbamein Mottumars : Mottumars 2015: Fólk með Sirrý.

Sirrý ræðir við Helga Pétursson og Tolla Morthens um baráttu þeirra við krabbamein. Einnig er rætt við Eirík Jónsson þvagfæraskurðlækni og Kristján Oddsson forstjóra Krabbameinsfélagsins.

Mottumars Ristilkrabbamein : Mottumars 2014: Hugsaðu um eigin rass. Ristilkrabbamein.

Árveknisátak gegn ristilkrabbameini í karlmönnum árið 2015.

Síða 5 af 6

Var efnið hjálplegt?