Vefvarp: Mottumars

Mottumars : Reynslusaga Braga Guðmundssonar

Í tilefni af Mottumars var haldin örráðstefna um karlmenn og krabbamein. Meðal fyrirlesara var Bragi Guðmundsson sem fjallaði á afar skemmtilegan og líflegan hátt um reynslu sína af því að greinast með krabbamein. Hann sagði hana ekki hafa verið eingöngu neikvæða heldur hafi hann lært margt jákvætt á leið sinni.

Mottumars : Skilaboð frá Mottumars

Skemmtilegt og fræðandi myndband sem ætlað er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum, sem og að afla fjár sem gerir félaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum og ráðgjöf fyrir karlmenn. 

Mottumars : Mottumars 2018: Góðir hálsar - Nú er lag. Blöðruhálskirtliskrabbamein

Mottumars er árleg vitundarvakning og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein. Árið 2018 var sjónum beint að krabbameini í blöðruhálskirtli. Hafi karlmenn einkenni er fyrsta skref að ræða við heimilislækni.

Krabbamein Mottumars : Mottumars 2015: Fólk með Sirrý.

Sirrý ræðir við Helga Pétursson og Tolla Morthens um baráttu þeirra við krabbamein. Einnig er rætt við Eirík Jónsson þvagfæraskurðlækni og Kristján Oddsson forstjóra Krabbameinsfélagsins.

Mottumars Ristilkrabbamein : Mottumars 2014: Hugsaðu um eigin rass. Ristilkrabbamein.

Árveknisátak gegn ristilkrabbameini í karlmönnum árið 2015.


Var efnið hjálplegt?