Dagskrá Ráðgjafarþjónustunnar 4.-8. september

  • 4.9.2017, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Mánudagur 4. september

9:00-16:00 Kraftur. Opin skrifstofa alla daga vikunnar. Velkomin að líta við eða hafa samband. S. 866 9600.

14:45-15:15 Hópþjálfun í vatni. Endurhæfingardeild Landspítala, Grensási (skráning í s. 543 9319)

Þriðjudagur 5. september

13:00-15:00 Tíbetskar öndunaræfingar. Leibeinandi: Dr. Sigurlína Davíðsdóttir. Verið velkomin.

Miðvikudagur 6. september

11:30-12:00 Hópslökun fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Verið velkomin.

12:00-12:50 Hádegisfyrirlestur: Áfallmiðað jóga. Margrét Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari og jógakennari.

13:00-13:30 Samtal um réttindi fólks með krabbamein. Allir velkomnir.

14:45-15:15 Hópþjálfun í vatni. Endurhæfingardeild Landspítala, Grensási (skráning í s. 543 9319)

17:00-18:00 Góðir hálsar. Rabbfundur.

Fimmtudagur 7. september

13:00-15:00 Handavinnu- og bókakaffið. Láttu sjá þig.

13:00-15:00 Styrkur. Viðtalstími. S. 540 1911.

14:00-16:00 Hugræn atferlismeðferð (HAM). 

17:30-19:00 Ráðstefna Lífs og Krabbameinsfélagsins í tilefni af Globeathon . Allir velkomnir.

Föstudagur 8. september

13:00-14:00 Viðtalstími hjúkrunarfræðings.

Hádegisfyrirlestur 6. september: Áfallmiðað jóga

 

Miðvikudaginn 6. september kl. 12:00-12:50 kemur Margrét Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari, jógakennari og sálmeðferðarfræðingur MSc. og heldur hádegisfyrirlestur um áfallamiðað jóga. Hún mun fjalla um hvernig það getur nýst fólki með krabbamein og aðstandendum þess. 

Í framhaldi mun Ráðgjafarþjónustan bjóða upp á 8 skipta jóganámskeið, skráning á radgof@krabb.is eða í s. 800 4040.

Ilmandi brauð frá Brauðhúsinu Grímsbæ og viðbit frá Mjólkursamsölunni.   Allir velkomnir.

Ráðstefna Lífs styrktarfélags og Krabbameinsfélagins 7. september 

 

Globeathon er alþjóðlegt átak til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Af því tilefni efna Líf styrktarfélag og Krabbameinsfélagið til ráðstefnu fimmtudaginn 7. september kl. 17:30 -19:00.  Fyrirlesarar eru Anna Salvarsdóttir, Katrín Kristjánsdóttir, Vigdís Stefánsdóttir og Hulda Bjarnadóttir. Skráning á ráðstefnuna fer fram hér. 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 


Var efnið hjálplegt?