Dagskrá Ráðgjafarþjónustunnar 18.-22. september

  • 18.9.2017, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Mánudagur 18. september

9:00-16:00 Kraftur. Opin skrifstofa alla daga vikunnar. Velkomin að líta við eða hafa samband. S. 866 9600.

14:00-15:15 Minnisnámskeið. Leiðbeinandi: Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur.

14:45-15:15 Hópþjálfun í vatni. Endurhæfingardeild Landspítala, Grensási (skráning í s. 543 9319)

Þriðjudagur 19. september

13:00-15:00 Tíbetskar öndunaræfingar. Leibeinandi: Dr. Sigurlína Davíðsdóttir. Verið velkomin.

17:15-19:00 Fræðsludagur hjá Krafti. Kynlíf og krabbamein.

Miðvikudagur 20. september

11:30-12:00 Hópslökun fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Verið velkomin.

13:00-13:30 Samtal um réttindi fólks með krabbamein. Allir velkomnir.

14:45-15:15 Hópþjálfun í vatni. Endurhæfingardeild Landspítala, Grensási (skráning í s. 543 9319)

Fimmtudagur 21. september

10:00-11:00 Áfallamiðað jóga. Leiðbeinandi: Margrét Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari og jógakennari.

13:00-15:00 Handavinnu- og bókakaffið. Láttu sjá þig.

13:00-15:00 Styrkur. Viðtalstími. S. 540 1911.

14:00-16:00 Hugræn atferlismeðferð (HAM). 3/4. Leiðbeinandi: Gunnjóna Una félagsráðgjafi.

Föstudagur 22. september

13:00-15:00 Viðtalstími sálfræðings

Fræðsludagur hjá Krafti

Þriðjudaginn 19. september kl. 17:15 verður haldinn fyrsti fyrirlesturinn í mánaðalegri fyrirlestraröð Krafts – Ungt fólk og krabbamein. Fyrirlesarar eru Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur sem mun fjalla um kynlíf og krabbamein auk þess sem Ástrós Rut Sigurðardóttir formaður Krafts mun fjalla um þessi mál út frá persónulegri reynslu. Allir velkomnir !


Var efnið hjálplegt?